Tók aðeins fjóra tíma að safna undirskriftum

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur safnað tilskyldum fjölda undirskrifta …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur safnað tilskyldum fjölda undirskrifta fyrir forsetaframboð og tók það aðeins um fjórar klukkustundir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur safnað hámarksfjölda meðmæla fyrir forsetaframboð sitt. Það tók ekki langan tíma en hann hóf undirskriftasöfnun um hádegi í dag. Lágmarksfjöldi meðmælenda er 1.500 en hámarksfjöldi 3.000. 

Hámarkinu var náð klukkan fjögur í dag að því er segir á Facebook- síðu forsetaframboðsins. 

„Ég þakka þeim sem lögðu mér lið með þessum hætti. Ég hlakka til að vinna áfram með ykkur öllum næstu vikurnar, landi og þjóð vonandi til heilla. Bestu þakkir aftur!“ skrifar Guðni. 

Auk Guðna eru Axel Pét­ur Ax­els­son, Guðmund­ur Frank­lín Jóns­son og Arn­grím­ur Friðrik Pálma­son byrjaðir að safna und­ir­skrift­um fyrir forsetakjör sem fram fer í júní.

mbl.is