Vann 50 milljónir í Happdrætti Háskóla Íslands

Heppinn miðaeigandi vann 50 milljónir króna í fimmfaldri Milljónaveltu í Happdrætti Háskóla Íslands þegar dregið var í kvöld. Vinningshafinn hefur verið tryggur áskrifandi til fjölda ára og hefur aldeilis ástæðu til að gleðjast enda vinningurinn skattfrjáls.

Fyrsti vinningur í aðalútdrætti gekk einnig út og fær vinningshafinn 5 milljónir króna í sinn hlut. Átta fengu eina milljón króna í vinning og tólf fengu hálfa milljón króna. Í heildina fá vinningshafar greiddar rúmar 155 milljónir í vinninga.

mbl.is