Sex stefna á forsetaframboð

mbl.is/Kristinn Magnússon

Sex karlar stefna að framboði til forseta Íslands samkvæmt upplýsingum á vef Þjóðskrár Íslands. Fréttablaðið greindi frá því í gær að tvö ný framboð hefðu bæst nýlega við: þeir Magnús Ingberg Jónsson og Kristján Örn Elíasson.

Aðrir frambjóðendur eru: Guðni Thorlacius Jóhannesson, forseti Íslands, sem hefur þegar safnað nægjum fjölda meðmælenda. Axel Pétur Axelsson, Arngrímur Friðrik Pálmason og Guðmundur F. Jónsson.

mbl.is