Húsfyllir í Laugardalslaug

Tugir manna biðu óþreyjufullir eftir að komast ofan í Laugardalslaug, sem opnaði kl. 00.01 í kvöld. 350 mega fara í sund í einu en lauginni er skipt upp í fimmtíu manna hólf, enda kveður samkomubann á um slíkan fjölda.

Um kortér fyrir eitt í nótt voru komin rúmlega þrjú hundruð í laugina, mest ungmenni. Umsjónarmenn laugarinnar virtust líklegir til að loka fyrir fleiri í bili. Það var húsfyllir. 

Víðar um landið opnuðu sundlaugar nú á miðnætti. Flestallar laugarnar sem það gerðu eru í Reykjavík en einnig er til að mynda opið á Selfossi. Allar sundlaugar landsins hafa verið lokaðar frá 24. mars og síðan er væntanlega liðinn lengsti sundlaugarlausi tími í sögu landsins.

Fréttin var uppfærð.

mbl.is