„Fylltist hérna á kortéri“

„Það komu fleiri en við áttum von á sem var bara mjög skemmtilegt,“ segir Drífa Magnúsdóttir, forstöðumaður Árbæjarlaugar, um miðnæturopnun laugarinnar. Líklega hafi fjöldinn verið aðeins of mikill rétt eftir opnun, þá hafi verið lokað. Fólk sýndi því þó skilning og beið eftir að röðin kæmi að því.

Drífa segir fólk hafa verið í lauginni í alla nótt en ekki margir. Dagurinn í dag hafi svo verið tiltölulega rólegur fyrir utan það hvað gleðin sé augljós hjá fastagestunum. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið [email protected].

Stöndum saman