140 leita skipverja í Vopnafirði

Björgunarsveitin Vopni er við leit að sjómanninum.
Björgunarsveitin Vopni er við leit að sjómanninum. Ljósmynd/Jón R. Helgason

Um það bil hundrað og fjörutíu manna lið björgunarsveita af Austur- og Norðausturlandi auk Landhelgisgæslu og lögreglu hafa verið við leit í dag að skipverja sem tal­inn er hafa fallið fyr­ir borð af fiski­skipi á leið þess til hafn­ar í Vopnafirði í gær.

Aðstæður hafa verið góðar, hægviðri og gott skyggni, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Björgunarbátar og -skip hafa verið notuð til leitar, drónar og flugvél Landhelgisgæslunnar auk neðansjávardróna. Fjörur hafa verið gengnar beggja vegna fjarðarins og svæði tvíleituð. 

Allur fjörðurinn innan tanga var fínkembdur á sjó og landi. Auk þess var leitað svæði sem markast af Selnibbu að norðan og Flös í Kollumúla að sunnan.

Leit stendur enn yfir en gert ráð fyrir að henni ljúki fljótlega. Henni verður fram haldið á morgun og mun björgunarsveitin Vopni annast hana næstu daga og fram að helgi. Stefnt er þá að fjölgun í leitarliði að nýju. Ákvörðun um framhald leitar, hafi hún ekki borið árangur, verður þá tekin.

mbl.is