Allt að 16 stiga hiti á morgun

Frá Sundlaug Akureyrar, mynd úr safni. Fólk mun væntanlega skella …
Frá Sundlaug Akureyrar, mynd úr safni. Fólk mun væntanlega skella sér í laugina í góðu veðri á morgun. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Spár gera ráð fyrir allt að 16 stiga hita á morgun, uppstigningardag. Skúraleiðingar verða um landið sunnanvert en að mestu þurrt í öðrum landshlutum.

Vindhraði verður á bilinu 8 til 13 m/s. Bjart verður í norðausturfjórðungi landsins og hiti þar allt að 16 stigum en hitinn á landinu öllu verður á bilinu 7 til 16 stig.

Á föstudag er hins vegar gert ráð fyrir þriggja til átta gráða hita við sjávarsíðuna norðan- og austanlands en allt að 16 stiga hita á suðvesturhorninu.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is