Ók yfir á rauðu og olli slysi

mbl.is/Eggert

Tilkynnt var um slys á gatnamótum Sæbrautar og Kirkjusands á sjöunda tímanum í gær en sá sem olli slysinu er grunaður um að hafa ekið yfir gatnamótin gegn rauðu ljósi. Flytja þurfti báðar bifreiðarnar af vettvangi með Króki samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Á fimmta tímanum í nótt þurfti lögreglan að hafa afskipti af manni í Vogahverfinu (hverfi 104) sem er grunaður um brot á vopnalögum. Í sama hverfi var ökumaður stöðvaður um klukkan 22  grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og aka sviptur ökuréttindum.

Tilkynnt um húsbrot í Hafnarfirði á tíunda tímanum í gærkvöldi en þar hafði verið farið inn um opinn glugga og stolið verðmætum og lyfjum.

Í nótt voru skráningarnúmer klippt af ótryggðum bifreiðum í miðborginni og Austurborginni (hverfum 101 og 108).

mbl.is