Rannsaka eldsupptökin á Akureyri

Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Rannsókn tæknideildar lögreglu á vettvangi brun­ans við Hafn­ar­stræti 37 á Ak­ur­eyri stóð fram undir kvöld en henni er ekki lokið. Eldur kom upp í húsinu á áttunda tímanum í gærkvöldi og er það talið ónýtt.

Lögreglumenn frá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fóru norður í dag til að aðstoða lögregluna á Norðurlandi eystra.

Karlmaður fannst meðvit­und­ar­laus í hús­inu og var flutt­ur með sjúkra­flugi Mý­flugs til Reykja­vík­ur og á Land­spít­al­ann, þar sem hann liggur þungt haldinn.

 

mbl.is