Reykræst í Grafarholti

Slökkvilið í Grafarholtinu í kvöld.
Slökkvilið í Grafarholtinu í kvöld. mbl.is/Sigurður

Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út þegar tilkynnt var um eld í fjölbýlishúsi við Þórðarsveig í Grafarholti á tíunda tímanum í kvöld. Þegar þangað kom var búið að slökkva eldinn en töluverður reykur var í einni íbúð.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tókst íbúa sjálfum að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang.

Íbúðin var reykræst en ekki er talið að íbúinn þurfi að leita á sjúkrahús vegna reykeitrunar.

mbl.is