Samspil á milli sóknar og varnar

Víðir Reynisson á blaðamannafundinum í dag.
Víðir Reynisson á blaðamannafundinum í dag. Ljósmynd/Lögreglan

„Þetta sumar verður ekkert eins og önnur sumur,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á blaðamannfundi almannavarna vegna kórónuveirunnar.

Hann sagði sumarið snúast um að skapa nýjar hefðir og búa til nýjar minningar. „Við skulum gera þetta eftirminnilegt sumar þannig að við komumst í gegnum þetta.“

Víðir nefndi að finna þyrfti útfærslur á ýmsum málum og að alltaf yrði um að ræða samspil á milli sóknar og varnar. Til þess að fá ekki á okkur aðra bylgju veirunnar yrði fólk að fara varlega.

Hann sagði ekki endalaust þýða að leita að undanþágum frá takmörkunum. Fólk gæti ekki gert allt sem það langaði til. Þeir sem ætluðu að vera með stóra viðburði í sumar þyrftu að hafa skilning á því að ástandið væri öðruvísi en það hefur verið.

Þórólfur sagði Íslendinga fara miklu hraðar í afléttingu á takmörkunum en nágrannaþjóðirnar. „Við höfum rannsakað útbreiðslu veirunnar það vel að við teljum að það sé óhætt að gera þetta svona,“ sagði hann og bætti við að skrefin sem verið væri að taka væru til að koma í veg fyrir að annað smit kæmi upp.

mbl.is

Kórónuveiran

28. maí 2020 kl. 13:00
3
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir