25 manns taka þátt í leitinni

Frá leitinni að skipverjanum.
Frá leitinni að skipverjanum. Ljósmynd/Jón R. Helgason

Alls taka 25 manns úr björgunarsveitinni Vopna og slysavarnafélaginu Sjöfn þátt í leitinni að skipverjanum sem talið er að hafi fallið fyrir borð af fiskiskipinu Erling KE-140 í Vopnafirði á mánudag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.  

Stefnt er að því að fara tvisvar yfir leitarsvæðið sem eins og áður markast af Tangasporði og Sandvík. Veður á Vopnafirði er með ágætum og veðurspá góð fyrir daginn. Vonast er til að hægt verði að gera ítarlegri leit að manninum í dag en í gær.

mbl.is