Ekkert nýtt smit

Ljósmynd/Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson

Ekkert nýtt smit kórónuveiru greindist hérlendis síðasta sólarhringinn.

Þetta kemur fram á síðunni covid.is.

464 sýni voru tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu og 133 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

1.790 manns hafa náð bata, 901 er í sóttkví en 20.132 hafa lokið sóttkví.

Þrír eru í einangrun.

mbl.is

Kórónuveiran

28. maí 2020 kl. 13:00
3
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir