Hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu

mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjö ökumenn voru stöðvaðir á bílum sínum í gærkvöldi og í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Laust fyrir klukkan 18 í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í  hverfi 108. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu. Ökumaðurinn var í mjög annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu þangað til ástand hans batnar.

Bifreið var stöðvuð í hverfi 108 upp úr klukkan 17 í gær og er ökumaðurinn grunaður um ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

Önnur bifreið var stöðvuð í Breiðholtinu um klukkan hálfellefu í gærkvöldi. Ökumaðurinn er einnig grunaður um ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

mbl.is