Ný stjórn Geðhjálpar kjörin

Héðinn Unnsteinsson er nýr formaður Geðhjálpar.
Héðinn Unnsteinsson er nýr formaður Geðhjálpar. Ljósmynd/Aðsend

Ný stjórn Geðhjálpar var kjörin á aðalfundi á dögunum. Héðinn Unnsteinsson var sjálfkjörinn formaður eftir að Einar Þór Jónsson lét formlega af embættinu á stjórnarfundi 14. maí að eigin ósk.

Þeir sem hættu nú í stjórn eftir samtals sex ára samfellda setu voru þau: Bergþór Böðvarsson, Garðar Sölvi Helgason og Sylviane Lecoultre. Jafnframt ákvað Áslaug Inga Kristinsdóttir að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Var þessum einstaklingum þakkað þeirra mikla og óeigingjarna framlag til samtakanna, að því er kemur fram í tilkynningu.

Á fundinum var einnig samþykkt að fela nýrri stjórn samtakanna að undirbúa stofnun styrktarsjóðs Geðhjálpar sem tæki formlega til starfa að loknum aðalfundi 2021.

Ný stjórn og varastjórn Geðhjálpar. Á myndina vantar Silju Björk …
Ný stjórn og varastjórn Geðhjálpar. Á myndina vantar Silju Björk Björnsdóttur og Elínu Ebbu Ásmundsdóttur. Ljósmynd/Aðsend

Stjórn Geðhjálpar næsta starfsárið er þannig skipuð:

Héðinn Unnsteinsson formaður

Ágústa Karla Ísleifsdóttir

Elín Ebba Ásmundsdóttir

Einar Kvaran

Einar Þór Jónsson

Halldór Auðar Svansson

Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir

Silja Björk Björnsdóttir

Sigríður Gísladóttir

Í varastjórn:

Hlynur Jónasson

Kristinn Tryggvi Gunnarsson

Sveinn Rúnar Hauksson

mbl.is