Sjúkrabílar boðaðir 118 sinnum

Sjúkrabílar voru boðaðir 118 sinnum síðasta sólarhring. Þar af voru 33 forgangsverkefni og þrjú vegna kórónuveirunnar.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu slökkviliðisins á höfuðborgarsvæðinu.

Dælubílar voru kallaðir út tíu sinnum, meðal annars í vatnstjón, reykræstingu og umferðarslys á stofnbraut.

„Þrátt fyrir mörg verkefni náðum við samt að sinna æfingum og fór hluti vaktarinnar í Vökuport og æfði björgun úr bílflökum með klippum og keðjum,“ segir í færslunni.

mbl.is