Aðeins tveir með virkt smit

Ljósmynd/Lanspítalinn/Þorkell

Ekk­ert nýtt smit kór­ónu­veiru greind­ist hér­lend­is síðasta sól­ar­hring­inn. Aðeins tveir eru í einangrun og með virkt smit en 1.791 hefur náð fullum bata eftir að hafa greinst með veiruna. Þetta kem­ur fram í nýjum tölum á síðunni covid.is.

70 sýni voru tek­in hjá sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans í gær, uppstigningadag, en ekkert hjá Íslenskri erfðagreiningu. 58.295 sýni hafa verið tekin í heildina. 

1.803 hafa greinst með veiruna hér á landi frá því að fyrsta tilfellið greindist í lok febrúar. 

Hvorugur þeirra sem er með virkt smit er á spítala. 

886 eru í sóttkví, örlítið færri en í gær. Alls hafa 20.194 lokið sóttkví. mbl.is

Kórónuveiran

25. maí 2020 kl. 13:03
3
virk
smit
1791
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir