Ekkert nýtt smit, en aðeins 16 sýni tekin

Ekkert smit hefur greinst undanfarinn sólarhring.
Ekkert smit hefur greinst undanfarinn sólarhring. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekkert smit kórónuveirunnar greind­ist í gær hér á landi en einungis 16 sýni voru tekin á veirufræðideild Landspítalans enda hvítasunnudagur í gær. Til samanburðar hafa 61.138 sýni verið tekin síðustu rúma 90 daga, eða um 680 á dag.

Heildarfjöldi smita er því óbreyttur, 1.806, en þar af greindust aðeins átta í maí. Fólki í sóttkví fækkar um 64 milli daga, og eru nú 813.

mbl.is