Ákærður fyrir árás með lóðbolta

Samkvæmt ákæru átti atvikið sér stað þegar sá sem fyrir …
Samkvæmt ákæru átti atvikið sér stað þegar sá sem fyrir árásinni varð sat í farþegasæti kyrrstæðrar leigubifreiðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Embætti héraðssak­sókn­ara hef­ur ákært karlmann á sextugsaldri fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en honum er gefið að sök að hafa slegið karlmann ítrekað með lóðbolta í höfuð og líkama.

Samkvæmt ákæru átti atvikið sér stað þegar sá sem fyrir árásinni varð sat í farþegasæti kyrrstæðrar leigubifreiðar.

Maðurinn hlaut grunnt sár á hnakka hægra megin.

Þolandinn krefst þess að hinn ákærði verði dæmdur til að greiða honum 1,5 milljónir króna auka vaxta í miskabætur.

mbl.is