SAS hefur flug að nýju til Íslands

AFP

Flugfélagið SAS ætlar að hefja flug til Íslands að nýju fljótlega. Þetta kemur fram í Twitter-færslu flugfélagsins í morgun. 

Þar kemur fram að smátt og smátt sé flugfélagið að hefja áætlunarflug á 15 áfangastaði, þar á meðal Ísland.

mbl.is