Þrisvar sinnum fleiri smit en greindust

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mótefnamælingar Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að þrisvar sinnum fleiri Íslendingar hafi fengið kórónuveiruna en greindust með hana.

Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar, forstóra Íslenskrar erfðagreiningar, í þættum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Samkvæmt því hafa tæplega 5.500 manns smitast af kórónuveirunni hér á landi en staðfest smit frá upphafi faraldurs, sé vitnað til vefsíðunnar covid.is, eru 1.806.

Slembiúrtaki þjóðarinnar var boðið í sýnatöku en Kári sagði að um 30 þúsund hefðu komið í mótefnamælingar. Þeim mælingum væri lokið í bili og niðurstöður klárar hjá stórum hópi.

Áður hefur komið fram að samkvæmt mæl­ing­um Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar hafa 0,9% þjóðar­inn­ar, fyr­ir utan þau sem voru með staðfest smit og í fóru í sótt­kví, myndað mót­efni gegn kór­ónu­veirunni.

mbl.is