Fréttir vikunnar


INNLENT Valdimar Khadir Árnason var í dag meinuð innganga inn í Þýskaland hvar hann var á leið til vinnu. Hann situr nú fastur á flugvellinum í Frankfurt og bíður þess að komast heim til Íslands.
ÍÞRÓTTIR „Það verða mjög erfið næstu mánaðarmót,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við RÚV en ástandið í þjóðfélaginu, vegna kórónuveirunnar, kemur sér illa fyrir íþróttahreyfingar landsins.
INNLENT Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, FÁR, harmar þá ákvörðun framkvæmdastjórnar SÁÁ að grípa til uppsagna og skerða starfshlutfall áfengis- og vímuefnaráðgjafa hjá samtökunum, ásamt því að segja upp öllum sálfræðingum nema einum.
K100 Páll Óskar slær upp alvöru Pallaballi í beinni útsendingu á K100 í hljóði og mynd. Hann mun syngja vinsælustu lögin sín ásamt nokkrum gleymdum perlum.
ÍÞRÓTTIR Rio Fer­d­inand, fyrr­ver­andi fyr­irliði enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Manchester United, vill að horfið verði frá tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni vegna kórónuveirufaraldursins.

Fær tæpar 700 þúsund krónur

(1 klukkustund, 4 mínútur)
INNLENT Enginn var með allar tölur réttar í útdrætti vikunnar og verður potturinn því sexfaldur í næstu viku. Einn heppinn áskrifandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann rúmar 696 þúsund krónur í sinn hlut.

„Núna stödd á viðkvæmum tíma“

(1 klukkustund, 11 mínútur)
INNLENT Eitt smit hefur greinst til viðbótar í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit því orðin 54. Sá sem greindist var ekki í sóttkví.

Líður tíu sinnum betur

(1 klukkustund, 36 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Marcus Rash­ford, sókn­ar­maður enska katt­spyrnuliðsins Manchester United, segist líða miklu betur nú en í upphafi mánaðar en framherjinn er að jafna sig eftir bakmeiðsli.

Fresta forkosningum vegna veirunnar

(1 klukkustund, 43 mínútur)
ERLENT Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, tilkynnti í dag að ríkið muni fresta forvali demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram eiga að fara í ár. Kosningunum verður frestað um tæpa tvo mánuði vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu.

„Aldrei orðið vitni að þvílíkri framkomu“

(1 klukkustund, 50 mínútur)
INNLENT Yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi segist ekki hafa áður orðið vitni að þvílíkri framkomu og hann hefur séð hjá SÁÁ. Segir hann fordóma gagnvart sálfræðingum lengi hafa viðgengist hjá stjórn og formanni samtakanna. Ekki hafi verið tryggt að meðferðarstarfsemi gæti farið fram með eðlilegum hætti eins og staðið var að uppsögnum starfsmanna.
SMARTLAND Erum að vinna í sambandinu en samt eru tvö skref áfram og eitt aftur á bak. Málið er að þessi sambönd eru flókin, það sama á kannski við um flest af því sem manni dreymir um.

Helgi Björns í beinni

(1 klukkustund, 58 mínútur)
FÓLKIÐ Tón­list­armaður­inn Helgi Björns­son heldur uppi stuðinu á heim­il­um Íslend­inga í kvöld. Efnt er til kvöldvöku á heimilum landsmanna í samstarfi Sjónvarps Símans, mbl.is og K100, en Helgi ætlar að syngja nokk­ur af þekkt­ustu lög­un­um sín­um í bland við perl­ur úr dæg­ur­laga­sögunni okk­ar.

Laugardagskvöld í sófanum. Aftur.

(2 klukkustundir, 3 mínútur)
FÓLKIÐ Laugardagskvöld í sófanum. Aftur. Það er þó algjör óþarfi að láta sér leiðast. Á netinu er líklega nægt safn tónleikaupptökum með mögnuðu tónlistarfólki sem gæti dugað okkur fram á næsta árþúsund. Vandinn getur þó verið að velja úr réttu tónleikana.

Ronaldo og félagar taka á sig launalækkun

(2 klukkustundir, 9 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Leikmenn og þjálfarar ítalska knattspyrnurisans Juventus hafa samþykkt að taka á sig launalækkun næstu fjóra mánuðina á meðan kórónuveiran herjar á Ítalíu og allan heiminn.

Langar þig í páskaegg frá Johan Bülow?

(2 klukkustundir, 32 mínútur)
MATUR Þar sem páskarnir eru handan við hornið ætlum við í samstarfi við Epal, að gefa þremur heppnum páskaegg frá lakkrískónginum Johan Bülow.

Ungur leikmaður á Spáni látinn

(2 klukkustundir, 41 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Spænska knattspyrnufélagið Atlético Madríd minnist nú Christian Minchola, sem spilaði fyrir unglingalið félagsins, eftir að unglingurinn lést skyndilega.
FERÐALÖG Hjónin Gunnar Smári Helgason og Kristín Sigurjónsdóttir eru á 13 degi í útgöngubanni á Gran Canaria.

Eykur notkun algengra hjartalyfja hættu á smiti?

(2 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Borið hefur á umræðu um að algeng hjartalyf, sem þúsundir Íslendinga nota daglega, kunni að auka áhættu á COVID-19-smiti. Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, segir umrædd lyf vera í flokki lyfja sem kallast ACE-hemlar og angiotensin-viðtakablokkar. Lyfin eru meðal annars notuð við háþrýstingi, hjartabilun og af sykursjúkum einstaklingum.

Þetta er jakki viðskiptakonunnar

(2 klukkustundir, 55 mínútur)
SMARTLAND Franska tískuhúsið Balmain var stofnað af Pierre Balmain árið 1945. Síðan þá hefur tískuhúsið vaxið og dafnað. Í vorlínunni er að finna blaserjakka með gulltölum sem kemur í nokkrum litum.

Fékk hún aftur hjálp frá staðgöngumóður?

(2 klukkustundir, 58 mínútur)
BÖRN Verðlaunaleikkonan Jessica Chastain sást úti að ganga á miðvikudaginn í Kaliforníu með eiginmanni sínum Gian Luca Passi de Preposu­lo. Hjónin voru með tvö börn með sér en ekki eitt.

Engin ný smit á Austurlandi

(3 klukkustundir)
INNLENT Engin ný smit kórónuveirunnar hafa greinst á Austurlandi síðastliðinn sólarhring. Sextán sýni voru tekin í gær en niðurstöður margra þeirra hafa ekki fengist enn, en ættu að liggja fyrir á morgun.

Þú talar ekki svona um félagið þitt

(3 klukkustundir, 18 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Bacary Sagna, fyrrverandi leikmaður Arsenal og franska landsliðsins, er ekki par sáttur við ummæli Cesc Fabregas á dögunum en þeir voru samherjar hjá Arsenal um árabil.
FÓLKIÐ Þjóðargersemin Páll Óskar verður með tónleika á vegum K100 í beinni útsendingu á mbl.is í kvöld. Upphaflega ætlaði Palli að þeyta skífum í hljóðverinu en hann ákvað síðan að breyta til.

65 starfsmenn SÁÁ lýsa yfir vantrausti

(3 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT Starfsfólk meðferðarsviðs SÁÁ lýsir yfir vantrausti á formann og framkvæmdastjórn samtakanna, í yfirlýsingu sem mbl.is hefur undir höndum. Framkoma þeirra gagnvart fagfólki sviðsins er sögð hafa valdið því að algjört vantraust ríki þeirra á milli. Ákvörðun þeirra um fyrirvaralausar uppsagnir er sögð óafsakanleg.

Heilbrigðisyfirvöld nýta heimavöll meistaranna

(3 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Heimavöllur enska knattspyrnufélagsins Manchester City, Etihad-leikvangurinn, verður að hluta til nýttur af heilbrigðisyfirvöldum á Englandi á meðan á baráttunni gegn kórónuveirunni stendur.

Voru búnar að plana ferðina í tvö ár

(3 klukkustundir, 58 mínútur)
FERÐALÖG Bergdís Gunnarsdóttir er nýkomin heim úr heimsreisu með vinkonu sinni. Heimsreisan tók óvæntan enda og náðu þær aðeins að ferðast í sex vikur af fimm mánuðum.

Altjón í eldsvoðanum á Efra-Seli

(4 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Enn hefur ekki tekist að ráða niðurlögum elds sem kom upp í einbýlishúsinu Efra-Seli í nágrenni við Stokkseyri í dag.

Gætu verið í öndunarvél í allt að þrjár vikur

(4 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT Mögulegt er að sjúklingar sem eru á gjörgæslu vegna kórónuveirunnar geti verið í öndunarvél í allt að þrjár vikur. Þetta segir Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á COVID-göngudeild Landspítalans, tekur undir þetta. Þessi staðreynd hafi legið fyrir frá því í janúar, er veiran kom upp í Kína.

Afturelding sendir matinn heim

(4 klukkustundir, 20 mínútur)
MATUR Í Mosfellsbæ hafa handknattleiksdeild Aftureldingar og Barion leitt saman hesta sína í því ástandi sem nú geisar.
K100 Margrét Gauja Magnúsdóttir sem greind er með sjúkdóminn COVID-19 og er nú á áttunda degi veikindanna segir að fyrstu einkennin sem hún hafi fundið fyrir hafi verið miklir magaverkir. Lýsti hún því í viðtali við Síðdegisþáttinn í gær að hún hefði vaknað einn morguninn með það útblásinn kvið að sér hefði liðið eins og hún „væri komin níu mánuði á leið“.

Forseti UEFA hræddur um að tímabilið klárist ekki

(4 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Al­eks­and­er Cefer­in, for­seti UEFA, segir að knattspyrnutímabilið í öllum deildum í Evrópu verði sennilega ekki lárað, ef ekki er hægt að byrja að spila aftur í síðasta lagi í júní.

Uppsögn formanns myndi engu breyta

(4 klukkustundir, 39 mínútur)
INNLENT „Þetta snýst ekki um einhverja einstaka menn, mig eða aðra,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, spurð hvort hún muni draga uppsögn sína til baka nú þegar formaður SÁÁ hefur boðist til að segja af sér.

Þyrla Gæslunnar sótti vélsleðamann

(4 klukkustundir, 51 mínúta)
INNLENT Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, sótti vélsleðamann sem slasast hafði á skíðasvæðinu í Hveradölum fyrr í dag.
ÍÞRÓTTIR Írinn Con­or McGreg­or hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarið vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og síðasta uppátæki kappans er að hvetja írsk yfirvöld til að senda herinn á vettvang til að framfylgja útgöngubanni þar í landi.

Séra Joseph Lowery látinn

(5 klukkustundir, 11 mínútur)
ERLENT Mannréttindafrömuðurinn séra Joseph Lowery er látinn 98 ára að aldri. Séra Lowery var ötull baráttumaður fyrir réttindum svartra Bandaríkjamanna og náinn vinur Martin Luther King yngri.

Tilkynningum til barnaverndar snarfækkað

(5 klukkustundir, 23 mínútur)
INNLENT Ástæða er til að beina þeim tilmælum til almennings að vera vel á verði gagnvart vanlíðan barna og koma tilkynningum til barnaverndar ef talin er ástæða til. Þetta segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.

„Verð steinhissa ef hann hafnar United“

(5 klukkustundir, 34 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Framherjinn Odion Ighalo er að láni hjá Manchester United frá kínverska félaginu Shanghai Shenhua og hefur heldur betur farið vel af stað á Englandi. Nígeríumaðurinn hefur skorað fjögur mörk í átta leikjum.

Býðst til að stíga til hliðar

(5 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, hefur boðist til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að forstjóri Vogs, Valgerður Rúnarsdóttir, dragi uppsögn sína til baka og finni betri lausn á rekstrarvanda samtakanna.

Erfitt að vera ekki nálægt börnunum

(5 klukkustundir, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Spænski knatt­spyrnumaður­inn Pedro segir það erfitt að vera án fjölskyldunnar á þessum erfiðu tímum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Eiginkona hans og börn eru á Spáni en hann er sjálfur fastur á Englandi þar sem hann spilar fyrir Chelsea.

Augnskuggarnir sem allir geta notað

(5 klukkustundir, 58 mínútur)
SMARTLAND Nýju augnskuggapalletturnar frá Sensai eru silkimjúkar og blandast án fyrirhafnar á augnlokunum.

Ný lausn við rafræna undirritun samninga

(6 klukkustundir, 1 mínúta)
VIÐSKIPTI Opin kerfi hafa gert samkomulag við hugbúnaðarfyrirtækið Taktikal um nýtingu og endursölu á lausnum fyrir rafrænar undirskriftir samninga og annarra forma. Opin kerfi munu þannig nýta rafrænar undirskriftir fyrir alla starfsemi fyrirtækisins og bjóða viðskiptavinum sömu lausnir.

Öflug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

(6 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Skömmu fyrir klukkan 15 í dag hófst jarðskjálftahrina rétt norðan við Eldey á Reykjaneshrygg, rúma 10 km suðvestur af Reykjanestá. Hrinan stendur enn yfir og hafa sjö skjálftar af stærð 3,0 eða yfir mælst þar síðan hún hófst. Þar af hafa tveir stærstu mælst af stærðinni 3,5.

Átta með kórónuveirueinkenni

(6 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Átta leikmenn enska knattspyrnufélagsins West Ham í ensku úrvalsdeildinni eru með kórónuveirueinkenni en þetta staðfesti Karren Brady, aðstoðarframkvæmdastjóri félagsins, í samtali við enska fjölmiðla.

Rússar loka landamærum sínum

(6 klukkustundir, 25 mínútur)
ERLENT Stjórnvöld í Rússlandi munu loka landamærum landsins tímabundið frá og með mánudeginum 30. mars til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19.

Banana- og bláberjamöffins fyrir börnin

(6 klukkustundir, 42 mínútur)
MATUR Þar sem allir eru að baka þessi dægrin datt okkur í hug að birta þessa uppskrift.

Glæsimark Willums Þórs (myndskeið)

(6 klukkustundir, 48 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Willum Þór Willumsson skoraði eina mark BATE þegar liðið tapaði 2:1 á útivelli gegn Slavi í hvít-rússnesku úrvasdeildinni í knattspyrnu í dag. Markið skoraði Willum Þór strax á tíu mínútu eftir laglegan einleik.
INNLENT Þrír jarðskjálftar, 3 að stærð eða stærri, urðu við Eldey, suðvestur af Reykjanesskaga, nú á þriðja tímanum í dag. Sá stærsti var 3,5 að stærð samkvæmt vef Veðurstofunnar. Annar skjálfti hafði einnig riðið yfir rétt fyrir hádegi.

Hundruð tilkynninga um brot á samkomubanni

(7 klukkustundir, 5 mínútur)
INNLENT Tilkynningar til lögreglu vegna brota á samkomubanni skipta hundruðum síðasta sólarhringinn. Þetta sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á blaðamannafundi almannavarna fyrir skömmu. „Það voru mikil vonbrigði að vakna við þennan fjölda tilkynninga,“ segir Víðir.

Fyrirliðinn sannfærði liðsfélagana

(7 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Giorgio Chiellini, fyrirliði ítalska knattspyrnuliðsins Juventus, sannfærði liðsfélaga sína á dögunum um að taka á sig launalækkun vegna kórónuveirufaraldsins sem nú herjar á heimsbyggðina.

Ekki búist við harðari aðgerðum

(7 klukkustundir, 17 mínútur)
INNLENT Ekki er gert ráð fyrir að grípa þurfi til hertra aðgerða til að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar miðað við núverandi þróun faraldursins. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á blaðamannafundi almannavarna fyrir skömmu. Hann segir útgöngubann vera neyðarúrræði sem aðeins á að grípa til sé komið í óefni. Hann ítrekaði þó það sem fram kom á fundinum í gær, að búist væri við að núverandi samkomubann yrði framlengt.

Sóttvarnaráð komi saman sé óskað eftir því

(7 klukkustundir, 31 mínúta)
INNLENT „Ég tel að það sé rétt að efna til fjarfundar ef einhver úr ráðinu óskar eftir því. Þá verður orðið við því.“ Þetta segir Svandís Svavarsdóttir innt eftir viðbrögðum við því að sóttvarnaráð hafi ekki komið saman til fundar frá því í febrúar, áður en kórónuveiran barst til landsins. Sjö eiga sæti í sóttvarnaráði en auk þess er sóttvarnalæknir ritari þess.

Dreymir um Real Madrid

(7 klukkustundir, 38 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Rayan Cherki, sóknarmaður Lyon í Frakklandi, er á meðal efnilegustu táninga í heimsfótboltanum í dag.

Eldsvoði í einbýlishúsi nærri Stokkseyri

(7 klukkustundir, 39 mínútur)
INNLENT Mikill eldur kom upp í tveggja hæða einbýlishúsi í nágrenni við Stokkseyri nú eftir hádegi í dag. Brunavarnir Árnessýslu eru á staðnum, en mikill hiti er í húsinu og ekki þótti tryggt að senda slökkviliðsmenn inn í húsið til slökkvistarfa.

Blaðamannafundur almannavarna

(8 klukkustundir, 1 mínúta)
INNLENT Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra boðar til upp­lýs­inga­fund­ar fyr­ir blaðamenn klukk­an 14 í Skóg­ar­hlíð 14. Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn og Alma D. Möller land­lækn­ir fara yfir stöðu mála með til­liti til COVID-19 hér á landi.

Skoraði í einu deildinni sem enn er í gangi

(8 klukkustundir, 3 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Willum Þór Willumsson var á skotskónum fyrir BATE þegar liðið heimsótti Slavia í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Boðað til skyndifundar í stjórn SÁÁ

(8 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT Stjórn SÁÁ var nú í hádeginu boðuð til skyndifundar. Mun hann fara fram kl. 17:00 á morgun. Ástæða fundarins er uppsögn yfirlæknis samtakanna og afsögn þriggja af níu úr framkvæmdastjórn SÁÁ.

Tveir skjálftar við Þorbjörn í hádeginu

(8 klukkustundir, 21 mínúta)
INNLENT Rétt fyrir hádegi í dag urðu tveir jarðskjálftar rétt austan við Þorbjörn við Grindavík. Skjálftarnir voru 2,8 og 2,9 að stærð og voru um 15 sekúndur á milli þeirra. Skjálftanna varð vart í Grindavík, en þeir voru staðsettir um 2 km norðnorðaustur af Grindavík.

Buðu starfsfólki heilsugæslunnar í mat

(8 klukkustundir, 26 mínútur)
MATUR Veitingahús eru að bregðast við breyttum aðstæðum með ýmsum hætti og er óhætt að segja að úrvali og þjónustan hafi aldrei verið betri.

Rússneskir frjálsíþróttamenn í vondum málum

(8 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Rússnesku Ólympíumeistararnir Andrev Silnov og Natalia Antjukah hafa bæði verið ákærð af WADA, Alþjóðalyfjaeftirlitinu, fyrir lyfjamisnotkun en það eru erlendir fjölmiðlar sem greina frá þessu.

Smitin orðin 963 í heildina

(8 klukkustundir, 54 mínútur)
INNLENT Greind kórónuveirusmit hér á landi eru nú 963 talsins og fjölgaði þeim um 73 í gær. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem birtar voru á vefnum covid.is nú klukkan 13 í dag.
BÖRN Konunglegu börnin í Kensington-höll í Bretlandi klöppuðu fyrir heilbrigðisstarfsfólki á fimmtudaginn. Um var að ræða átak í landinu þar sem fólk klappaði fyrir heilbrigðisstarfsfólki sem hefur staðið vaktina á meðan kórónuveirufaraldurinn hefur geisað.

Gaf gömlum skenk nýtt líf á einfaldan hátt

(8 klukkustundir, 58 mínútur)
SMARTLAND Selma Ósk Gunnarsdóttir 32 ára háskólanemi tók í gegn gamlan skenk á dögunum. Hún keypti skenkinn notaðan og málaði. Selma Ósk segist kunna að meta gamla hluti sem hafa sál og segir tilvalið að nýta aukafrítíma á heimilinu til þess að gera eitthvað í höndunum.

Stærsta áskorun knattspyrnusögunnar

(8 klukkustundir, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Andrea Agnelli, stjórnarformaðuri Ítalíumeistara Juventus í knattspyrnu, segir að knattspyrnuheimurinn standi nú frammi fyrir sinni stærstu áskorun í sögunni vegna kórónuveirufaraldsins sem nú herjar á heimsbyggðina.

Þrjú hætta í stjórn SÁÁ

(9 klukkustundir, 4 mínútur)
INNLENT Þrír fulltrúar í framkvæmdastjórn SÁÁ hafa sagt sig frá störfum fyrir samtökin í kjölfar deilna sem leiddu til þess að Valgerður Á.

„Smitast ekki af COVID með sjálfsfróun“

(9 klukkustundir, 28 mínútur)
K100 „Það er bara nauðsynlegt að nota ímyndunaraflið. Og ef maður er að tala um fólk sem er bara einkennalaust í sóttkví og er ekki fárveikt er gott að skoða kynlífið,“ sagði fyrsti verðandi kynlífsmarkþjálfi Íslands, Kristín Þórsdóttir, sem mætti í morgunþátt K100 Ísland vaknar í morgun og ræddi um kynlíf í sóttkví.

Handtekinn fyrir að virða ekki útgöngubann

(9 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Nolberto Solano, aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Perú í knattspyrnu og fyrrverandi leikmaður Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, var handtekinn í heimalandi sínu á dögunum fyrir að virða ekki reglur um útgöngubann sem þar ríkja vegna kórónuveirufaraldsins sem nú herjar á heimsbyggðina.

Fjölskyldumyndir nú með íþróttalinsu

(9 klukkustundir, 40 mínútur)
INNLENT Rakel Ósk Sigurðardóttir ljósmyndari hefur síðustu daga staðið í vægast sagt óhefðbundnum myndatökum. Hún myndar fjölskyldur og einstaklinga í sóttkví og einangrun og útkoman er ólík því sem maður á að venjast í fjölskyldumyndum.

Aðeins sex flugferðir áætlaðar alla helgina

(9 klukkustundir, 41 mínúta)
INNLENT Aðeins eru sex flugferðir áætlaðar á Keflavíkurflugvelli alla helgina. Tvær þeirra eru í dag, þar af önnur með British Airways, en sú vél lenti í morgun, og fjórar á morgun.

N-Makedónía 30. ríki NATO

(9 klukkustundir, 52 mínútur)
ERLENT Norður-Makedónía varð í gær 30. ríki Atlantshafabandalagsins (NATO). Aðildarríki bandalagsins samþykktu á fundi í febrúar í fyrra að veita ríkinu aðild, en það var loks í dag sem aðildarsamningur ríkisins var undirritaður í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna.

Alveg sama um áhuga Chelsea

(9 klukkustundir, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Manuel Neuer, fyrirliði knattspyrnuliðs Bayern München, hefur ekki áhuga á því að yfirgefa félagið í sumar en það eru þýskir fjölmiðlar sem greina frá þessu.

Frægasta gangbraut í heimi gerð upp

(9 klukkustundir, 58 mínútur)
FERÐALÖG Gangbrautin á Abbey Road í Lundúnum er líklega sú frægasta í heimi. Margir ferðamenn í London ganga yfir gangbrautina líkt og Bítlarnir gerðu árið 1969 þegar platan Abbey Road kom út. Götumálarar fengu þó kærkomið tækifæri til þess að mála ganbrautina þegar útgöngubann var sett á í Bretlandi.

Löðrandi lúxus-ribeyesteik sem ærir óstöðuga

(10 klukkustundir, 3 mínútur)
MATUR Hér býður Snorri Guðmundsson okkur upp á safaríka ribeyesteik með hvítlaukstómatsmjöri og parmesankartöflum.

Orlofshúsin ekki ætluð fyrir sóttkví

(10 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT Í vikunni vakti BHM athygli á því að óheimilt væri að nota orlofshúsnæði félagsins sem stað til að vera í sóttkví. Var vísað til leiðbeininga Landlæknis um að fólk ætti ekki að yfirgefa heimili sín og bent á að ef orlofshúsin væru nýtt í slíkt myndi það stefna umsjónarmönnum húsanna og þeim sjóðsfélögum sem koma næst í húsin í hættu.

Spilar í fimmunni til heiðurs Zidane

(10 klukkustundir, 18 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Georginio Wijnaldum, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, er mikill aðdáandi Zinedine Zidane, stjóra Real Madrid á Spáni og fyrrverandi fyrirliða franska landsliðsins.

Wembley í fánalitum Ítalíu

(10 klukkustundir, 43 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Wembley, þjóðarleikvangur Englands í knattspyrnu, var lýstur upp í fánalitum Ítalíu í gærkvöldi. England og Ítalía áttu að mætast í vináttulandsleik á Wembley í gær en ekkert varð úr leiknum vegna kórónuveirufaraldursins sem nú herjar á heimsbyggðina.

„Ótrúlegustu sérfræðingar sem dúkka upp“

(11 klukkustundir, 1 mínúta)
INNLENT „Fólk í sóttkví heima reynir að að vera ekki á náttfötunum allan daginn. Við viljum vakna og halda rútínu eins og venjulega, fara í sturtu og klæða okkur. Flestir eru þannig allavega. Á sama hátt erum við að hugsa hvernig íbúarnir okkar vilja hafa það og hárgreiðslan er mjög stór hluti af því, að fólk fái þessa lagningu.“

Sér eftir því að hafa sussað á Guardiola

(11 klukkustundir, 8 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bruno Fernandes, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, sér eftir hegðun sinni í garð Pep Guardiola, stjóra Manchester City, í leik United og City í ensku úrvalsdeildinni þann 8. mars síðastliðinn á Old Trafford.

Alma Möller í einn dag

(11 klukkustundir, 17 mínútur)
INNLENT Föstudagar eru þemadagar á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, eins og áður hefur verið greint frá á þessum vettvangi. Í gær var þemað helgað Ölmu Möller landlækni.

Engin fordæmi fyrir þessu í mannkynssögunni

(11 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Það mun kosta Japani í kringum 380 milljarða að fresta Ólympíuleikunum um eitt ár en það er japanska dagblaðið Nikkei sem sérhæfir sig í fjármálum sem greinir frá þessu.

Settur á svartan lista

(11 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Bogi Bjarnason, blaðamaður og frisbígolfari, var stöðvaður og settur tímabundið á svartan lista í Bandaríkjunum eftir að hann reyndi að fljúga þangað frá Níkaragva síðasta mánudag.

Rut Kára hefur ákveðnar skoðanir á gráum litum

(11 klukkustundir, 58 mínútur)
SMARTLAND Sjónsteypa, dökkur viður og bæsuð eik sameina fallegt heimili sem Rut Káradóttir innanhússarkitekt teiknaði. Hún segir það ekki rétt að flest heimili séu í gráum tónum því fasteignavefurinn sanni að flestir landsmenn séu fastir í hvíta litnum.

Alltaf hægt að æfa í litlu rými

(11 klukkustundir, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hafdís Renötudóttir, landsliðkona í handknattleik og markmaður Fram í úrvalsdeild kvenna, æfir nú heima vegna samkomubannsins sem nú er í gildi á Íslandi vegna kórónuveirufaraldsins sem herjar á heimsbyggðina.

Sprenging í bóksölu á netinu

(11 klukkustundir, 58 mínútur)
FÓLKIÐ Sala á bókum á netinu hefur allt að tífaldast nú í mars frá sama tíma í fyrra. Útgefendur sem blaðamaður ræddi við höfðu allir sömu sögu að segja, þ.e. að bóksala hefði aukist verulega nú á tímum kórónuveirunnar.

Vilja losna við Danann eftir stutt stopp

(12 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Forráðamenn spænska knattspyrnuliðsins Barcelona vilja losna við Martin Braithwaite í sumar en það eru spænskir fjölmiðlar sem greina frá þessu.

„Sumt geta þjálfarar ekki lært í skóla“

(12 klukkustundir, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Síðasta sumar vakti það athygli þegar Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, veitti Herði Snævari Jónssyni viðtal í hlaðvarpsþætti og minntist sérstaklega á þátt þjálfarans Zeljko Óskars Sankovic varðandi uppgang sinn í knattspyrnunni á unglingsárum.

„Hélt að Ísland væri ekki svona“

(13 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT „Þetta er gríðarlegur áfellisdómur yfir æðstu starfsmönnum Mjólkursamsölunnar enda þyngsti dómur sem hefur fallið í samkeppnismálum hér á landi.“ Þetta segir Ólafur M. Magnússon, fyrrverandi eigandi mjólkurbúanna KÚ og Mjólku.

Verri árangur í New York en í Wuhan og á Ítalíu

(13 klukkustundir, 15 mínútur)
ERLENT Haldi vöxtur kórónuveirusmita áfram í New York-borg í Bandaríkjunum verða áhrif faraldursins þar mun verri en í kínversku borginni Wuhan eða í Langbarðalandi á Ítalíu. Aðgerðir í borginni til að koma í veg fyrir samgang milli fólks gætu breytt talsverðu, en hingað til hefur gengið verr en í Wuhan og Langbarðalandi að „fletja út kúrfuna“ á þessum punkti í faraldrinum.

Gamla ljósmyndin: Brautryðjandinn

(13 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íþróttadeild mbl.is og Morgunblaðsins kynnir til leiks nýjan dagskrárlið þar sem grúskað er í myndasafni Morgunblaðsins og mbl.is.

Skortur á sjónvarpsefni líklegur í haust

(13 klukkustundir, 28 mínútur)
K100 Lilja Ósk Snorradóttir, framkvæmdarstjóri framleiðslufyrirtækisins Pegasus og meðstjórnandi í sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda, sagði ástandið í kvikmyndaiðnaðinum vera alvarlegt en flestum þeim verkefnum sem áætluð voru á næstunni hefur verið frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hún tjáði sig um ástandið í samtali við Síðdegisþáttinn á K100 í gær.

Hver verður mesta áskorunin?

(13 klukkustundir, 44 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Áföll sem dynja yfir, eins og faraldurinn sem nú herjar á heimsbyggðina og er kenndur við kórónu, geta kallað fram bestu hliðar mannskepnunnar.
MATUR Það var ekki fyrr en á 20. öld sem klósettpappír náði útbreiðslu um heiminn. Og þá grípur okkur stóra spurningin – hvað notaði fólk hér áður fyrr?

New Look of Lækjargata, Downtown Reykjavík

(13 klukkustundir, 50 mínútur)
ICELAND Most likely, work on a new hotel on Lækjargata, downtown Reykjavík, will be delayed, due to the situation in society, caused by the COVID-19 pandemic.

Kyssti ekki konuna sína fyrstu sex vikurnar

(13 klukkustundir, 55 mínútur)
FÓLKIÐ Leikarinn Alec Baldwin hljóp í skarðið fyrir Ellen DeGeneres í vikunni. Eiginkona hans, Hilaria Baldwin, kom í heimsókn og upplýsti áhorfendur um ýmislegt í sambandi þeirra. Hún greindi meðal annars frá því að leikarinn hefði ekki kysst sig fyrstu sex vikurnar í sambandi þeirra.

Fresta afskiptum af fiskeldi á Völlum

(14 klukkustundir, 1 mínúta)
INNLENT Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur frestað réttaráhrifum afskipta Matvælastofnunar af bleikjueldi að Völlum í Svarfaðardal meðan kæra þar að lútandi er til umfjöllunar í ráðuneytinu.

Allt að 10°C hiti á morgun en frost í næstu viku

(14 klukkustundir, 7 mínútur)
INNLENT Víðáttumikil hæð sem er fyrir sunnan land mun stjórna veðrinu hér á landi næstu daga, en hæðin er 1051 millibör. Verða suðvestan- og vestanáttir viðvarandi og munu þær bera með sér talsvert hlýtt loft núna um helgina.

Bretar fylgja fordæmi Bandaríkjamanna

(14 klukkustundir, 9 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Í síðasta mánuði var gripið til aðgerða á Bretlandseyjum varðandi hættuna á höfuðáverkum í knattspyrnunni. Skólabörnum hefur nú verið meinað að skalla knöttinn á æfingum og er þar miðað við 12 ára aldurinn.

Veiran langversta áfallið til þessa

(14 klukkustundir, 21 mínúta)
INNLENT Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir útlit fyrir 20% atvinnuleysi í sveitarfélaginu vegna kórónufaraldursins. Þetta sé fjórða meiriháttar áfallið fyrir bæjarfélagið á öldinni og það „langþyngsta“. Í fyrsta lagi hafi brotthvarf varnarliðsins 2006 verið mikið högg.

Eldur kom upp í Röstinni

(14 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar út í nótt vegna elds í Röstinni í Reykjanesbæ, en um er að ræða gamalt frystihús sem hefur verið breytt í íbúðir, auk þess sem verkstæðisgeymsla er í húsinu. 20-25 manns búa í húsinu og var það rýmt, en slökkviliði gekk greiðlega að slökkva eldinn og var íbúum aftur hleypt inn í morgun.

Eigum eftir að vinna úr þessari stöðu

(14 klukkustundir, 30 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Handknattleiksþjálfarinn Aron Kristjánsson segir algera óvissu ríkja að svo stöddu um framhaldið hjá sér varðandi mögulega þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó.

„Ég kann vel við mig hérna“

(14 klukkustundir, 36 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Eggert Gunnþór Jónsson, knattspyrnumaður frá Eskifirði, veltir þessa dagana fyrir sér hvert hans næsta skref verði á ferlinum en samningurinn við SönderjyskE frá Suður-Jótlandi í Danmörku rennur út í sumar.

Opnar sig um þungunarrof í nýrri bók

(14 klukkustundir, 58 mínútur)
BÖRN Leikkonan Laura Prepon opnar sig um af hverju hún ákvað að láta rjúfa meðgöngu sína eftir 16 vikna meðgöngu í nýrri sjálfsævisögu, You & I As Mothers. Prepon þekkja eflaust einhverjir úr þáttunum Orange is the New Black sem sló í gegn á Netflix.
FERÐALÖG Leigumiðlunarvefsíðan Airbnb tilkynnti í gær nýtt verkefni sem snýr að því að bjóða heilbrigðisstarfsmönnum um allan heim frítt húsnæði á meðan kórónuveiruheimsfaraldurinn geisar.

Brúðkaup rétt fyrir samkomubann ekki án áfalla

(15 klukkustundir, 58 mínútur)
SMARTLAND Sædís Anna og Árni Freyr gengu í hjónband á hlaupársdag. Þau rétt náðu að láta pússa sig saman áður en samkomubann skall á þrátt fyrir það gekk undirbúningurinn ekki áfallalaust fyrir sig.

MS vill áfrýja til Hæstaréttar

(16 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Mjólkursamsalan telur óhjákvæmilegt að Hæstiréttur Íslands fjalli um dóm Landsréttar sem staðfesti dóm héraðsdóms um að MS beri að greiða 480 milljónir kr. í sekt til ríkisins vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu og brota á upplýsingaskyldu.

Launahækkun verði frestað

(16 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Laun alþingismanna, ráðherra, ráðuneytisstjóra og æðstu embættismanna verða fryst til 1. janúar næstkomandi, samkvæmt breytingartillögu fjármála- og efnahagsráðherra, til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Vill kalla sóttvarnaráð saman til fundar

(16 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Vilhjálmur Arason læknir, sem situr í sóttvarnaráði, vill að það komi saman til fundar. Þar ætti m.a. að ræða sé hvort rétt sé að halda skólum og leikskólum opnum í kórónuveirufaraldrinum.
200 Forysta Landssambands smábátaeigenda (LS) hefur óskað eftir því við sjávarútvegsráðherra að gerðar verði breytingar á kerfi standveiða vegna kórónufaraldurs.

Á von á lengra samkomubanni

(16 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Sóttvarnalæknir segir að heilbrigðisyfirvöld þurfi að halda aðgerðum sínum áfram til að draga úr smiti kórónuveirunnar. Alls óvíst sé hvort samkomubanni verði aflétt 13. apríl þegar það á að renna út.

Veita greiðslufresti

(16 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT „Fyrst og fremst viljum við standa með sjóðsfélögum okkar. Við treystum því að fólk muni ekki sækja um þetta nema það sé að komast í vandræði. Við erum líka að verja okkur með því að stíga fljótt inn og bjóða upp á þennan möguleika,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.

Aðgerðirnar eru gott fyrsta skref

(16 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT „Í heildina séð eru aðgerðirnar gott fyrsta skref en þær hefðu í raun átt að koma fyrr og án þess að vera undir formerkjum þess að veiran geisar hér,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, um boðaðar aðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem ætlað er að lágmarka áhrif kórónuveirunnar á sjávarútveg og landbúnað.

Kreppan verði verri en sú síðasta

(22 klukkustundir, 25 mínútur)
ERLENT „Það er ljóst að við erum komin í kreppu,“ segir framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Kristalina Georgieva. Kreppan verði verri en sú síðasta, sem fylgdi fjármálakrísunni árið 2008.

Fólk í fremstu víglínu verði undanskilið

(22 klukkustundir, 52 mínútur)
INNLENT Viðskiptaráð Íslands áréttar umsagnarskrif sín vegna fjáraukalaga fyrr í vikunni. Þar kemur fram að með yfirvofandi efnahagskreppu vegna COVID-19 muni flestar atvinnugreinar verða fyrir höggi og jafnvel algjöru tekjuhruni sem leitt getur til uppsagna og kjararýrnunar.

„Ég hef ekki tíma fyrir svona kjaftæði“

(22 klukkustundir, 54 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Franski knattspyrnumaðurinn Julien Faubert hélt að umboðsmaðurinn sinn væri að ljúga að sér er hann tjáði honum að Real Madríd hefði áhuga á þjónustu hans.

Sýna „Nýtt líf“ í bílabíói

(23 klukkustundir, 5 mínútur)
INNLENT „Við ákváðum að fara í þetta verkefni til að skapa eitthvað spennandi og skemmtilegt fyrir fólk á svæðinu til að stefna að, þar sem öll umræða snýst meira og minna um COVID-19 veiruna, aðstæður og afleiðingar,“ segir Sigthora Odins, sem stendur að bílabíói sem haldið verður á mánudag.

Iðkendur Aftureldingar standa saman (myndskeið)

(23 klukkustundir, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hallur Kristján Ásgeirsson, knattspyrnuþjálfari hjá Aftureldingu, óskaði eftir myndbandi frá yngri iðkendum félagsins til að sýna samstöðu á erfiðum tímum.

40 ár frá Kielland-slysinu

(23 klukkustundir, 15 mínútur)
ERLENT Það var um kvöldmatarleytið 27. mars 1980 sem 212 starfsmenn norska olíuborpallsins Alexander L. Kielland fundu fyrir þungu höggi sem skók allan pallinn. Hafði einn fimm stuðningsfóta gefið sig í ofsaveðri og valt Kielland á hvolf á hálftíma. Slysið kostaði 123 mannslíf og fundust 36 hinna látnu aldrei.

Aðgengi bætt með stafrænum lausnum

(23 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Sjúkratryggingar Íslands hafa gefið út gjaldskrá fyrir fjarþjónustu sérgreinalækna sem starfa á stofum utan sjúkrahúsa, ásamt upplýsingum um skilyrði sem slík þjónusta þarf að uppfylla.

Íslendingar um borð í sýktu skipi

(23 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT Tveir Íslendingar eru meðal farþega á skemmtiferðaskipinu MS Zaandam sem liggur nú við bryggju í Panama. Fjórir farþegar skipsins eru látnir úr COVID-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 150 manns, farþegar og áhöfn, eru taldir vera smitaðir.

Fjórir fá 101 milljón krónur hver

(23 klukkustundir, 51 mínúta)
INNLENT Enginn var með allar tölur réttar í útdrætti kvöldsins en fjórir miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 101 milljón króna. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Noregi, Eistlandi og Finnlandi.

Elskhuginn er kvæntur

(23 klukkustundir, 58 mínútur)
SMARTLAND „Eiginmaður minn lést fyrir 16 árum síðan. Ég gleymdi mér í lífi barna og barnabarna. Svo fékk ég vinabeiðni á Facebook frá manni sem ég þekkti fyrir löngu.