Fréttir vikunnar


ÍÞRÓTTIR Örvhenta skyttan Magnus Röd leikur ekki meira með Noregi á Evrópumótinu í handknattleik vegna meiðsla, eins og áður hefur komið fram, og nú hefur Christian Berge tekið nýjan leikmann inn í hópinn í hans stað.
VIÐSKIPTI Framkvæmdastjóri Facebook, Sheryl Sandberg, segir að yfir eitt þúsund ný störf verði til hjá samfélagsmiðlinum í London í ár. Er það gert til þess að bæta öryggi á miðlinum með stuðningi frá gervigreind.
ÍÞRÓTTIR Hannes Þ. Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan samning sem þjálfari þýska knattspyrnuliðsins Deisenhofen sem hefur átt mikilli velgengni að fagna undir hans stjórn síðustu átján mánuðina.
ÍÞRÓTTIR Íslendingum hefur gengið glettilega vel að glíma við Norðmenn á stórmótum karla í handknattleik. Ísland hefur unnið síðustu fimm leiki gegn Noregi og fara þarf aftur í frægan leik árið 2006 til að finna norskan sigur.
ERLENT Tvær sprengjur sprungu í norðvesturhluta Stokkhólms í nótt. Ein manneskja var flutt á sjúkrahús og er talið að um barn sé að ræða. 50 manns þurftu að yfirgefa heimili sín segir í frétt sænska ríkisútvarpsins.
FÓLKIÐ Fegurðardrottningin Guðrún Sigurbjörnsdóttir er komin heilu og höldnu frá Mexíkó eftir dramatísk endalok á fegurðarkeppninni Miss Global þar í landi um helgina. Guðrún gerði upp keppnina og ferðalagið í pistli á Instagram.
INNLENT Ríflega helmingur Íslendinga hefur mikinn áhuga á EM í handbolta sem fram fer þessa dagana í Svíþjóð, Austurríki og Noregi. Flestir telja að Noregur muni standa uppi sem sigurvegari, eða þriðjungur, en aðeins 8% svarenda spá Íslendingum sigri. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnusambandið hefur kært Manchester United fyrir að sjá ekki til þess að leikmenn liðsins sýndu sæmandi framkomu þegar atvik átti sér stað í fyrri hálfleik tapleiksins gegn Liverpool í úrvalsdeildinni á Anfield síðasta sunnudag.
SMARTLAND Spákonan Sigga Kling dvaldi á Landspítalanum yfir áramótin því skera þurfti burt sortuæxli sem hún greindist með.

Maðurinn á bak við slátrun jazída

(1 klukkustund, 17 mínútur)
ERLENT Leyniþjónustur hafa borið kennsl á nýjan leiðtoga vígasamtakanna Ríkis íslams en hann heitir Amir Mohammed Abdul Rahman al-Mawli al-Salbi, samkvæmt frétt Guardian frá því í gær.

Fimm sigrar í fimm leikjum

(1 klukkustund, 22 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenska karlalandsliðið í handknattleik fær heldur betur erfitt verkefni á EM í Malmö í dag. Ísland mætir þá Noregi í næstsíðasta leik sínum í milliriðli II en Noregur hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa í mótinu.

Flýta afgreiðslu ákærunnar á hendur Trump

(1 klukkustund, 32 mínútur)
ERLENT Öldungadeildarþingmaðurinn Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, greindi í gær frá fyrirkomulagi sem miðar að því að flýta afgreiðslu deildarinnar á ákæru fulltrúadeildarinnar á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot.

Gengur illa að selja miða á úrslitaleikina

(1 klukkustund, 51 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Enn eru 7.500 óseldir miðar á úrslitaleik Evrópumóts karla í handknattleik sem fram fer í Stokkhólmi á sunnudaginn.

Árangurinn nánast enginn

(2 klukkustundir, 1 mínúta)
ERLENT Lofts­lagsaðgerðasinn­inn Greta Thun­berg ávarpaði í morgun helstu kaupsýslumenn og pólitísku leiðtoga heimsins á viðskiptaráðstefnunni í Davos í Sviss. Hún segir að eiginlega ekkert hafi verið gert í baráttunni gegn loftslagsbreytingum þrátt fyrir baráttu hennar.

Um 190 fornbátar skráðir

(2 klukkustundir, 3 mínútur)
200 Alls eru um 190 bátar í fornbátaskrá sem Samband íslenskra sjóminjasafna gaf nýverið út. Jafnframt hefur stjórnin gefið út leiðarvísi við mat á varðveislugildi báta og skipa.
ÍÞRÓTTIR Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í vikunni þegar 24. umferðin verður leikin. Nokkrir mjög áhugaverðir leikir eru á dagskrá, en stærsti leikurinn er viðureign Arsenal og Chelsea í kvöld.
ÍÞRÓTTIR Guðmundur Þórður Guðmundsson hefur gert breytingu á íslenska landsliðinu í handknattleik fyrir leikinn gegn Norðmönnum á Evrópumótinu sem hefst klukkan 17.15 í dag í Malmö.

Óvissustig á Siglufjarðarvegi

(2 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Siglufjarðarvegur er lokaður og er óvissustig í gildi þar. Kanna á með mokstur á Öxnadalsheiði eftir klukkan 8.

Solskjær ber ábyrgð á stöðu Rashfords

(2 klukkustundir, 22 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ian Wright, fyrrverandi leikmaður Arsenal og núverandi leiklýsandi hjá BBC og ITV Sport, segir að Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, beri mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem Marcus Rashford, markahæsti leikmaður liðsins, er kominn í en horfur eru á að Rashford spili ekki næstu mánuðina vegna bakmeiðsla.

Fyrrverandi forstjóri Interpol í 13 ára fangelsi

(2 klukkustundir, 22 mínútur)
ERLENT Fyrrverandi forstjóri Interpol, Meng Hongwei, sem var handtekinn þegar hann var í heimsókn í Kína árið 2018, var í dag dæmdur í rúmlega 13 ára fangelsi fyrir mútuþægni.

60% túrista nota bílaleigur

(2 klukkustundir, 24 mínútur)
INNLENT „Ásókn erlendra ferðamanna í bílaleigubíla hefur aukist jafnt og þétt og ekki útlit fyrir neina breytingu á því,“ segir Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálafræðingur. Athuganir fyrirtækis hans Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar sýna að gífurleg aukning hefur orðið á notkun erlendra ferðamanna á bílaleigubílum hér á landi á undanförnum árum.

Sögulegur árangur í naumum sigri

(2 klukkustundir, 36 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Damian Lillard náði sögulegum árangri í nótt þegar hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfuknattleik til að skora sextíu stig og gera í leiðinni tíu þriggja stiga körfur.

Umdeilt hús sett aftur á sölu

(2 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT „Við höfum verið að skoða þetta núna í ár varðandi ferðaþjónustu eða menningarstofnun hjá okkur. Við vildum líka kanna hvort það væri einhver annar sem vildi reka húsið sem slíkt – eða búa þar,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

Eiga Norðmenn besta handboltamann heims í dag?

(2 klukkustundir, 51 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Ljóst er að ef Íslendingar ætla að gera sér vonir um að sigra öflugt lið Norðmanna á Evrópumóti karla í Malmö í dag þarf að sjá til þess að Sander Sagosen, sem margir telja besta handknattleiksmann heims um þessar mundir, nái ekki að sýna sínar bestu hliðar.
K100 Matarvefur mbl.is sagði frá nýjasta húsráðinu í gær; að setja mýkingarefni í klósettkassann til þess að fá góða lykt.

Harry kominn í faðm fjölskyldunnar

(2 klukkustundir, 53 mínútur)
FÓLKIÐ Harry Bretaprins kom til Kanada í gær og er þar í faðmi fjölskyldunnar, Meghan og Archie, samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla. Fylgst er með hverju fótspori fjölskyldunnar í fjölmiðlum beggja vegna Atlantsála.

Iceland Airwaves tilnefnd til NME

(3 klukkustundir, 7 mínútur)
FÓLKIÐ Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin er tilnefnd sem besta litla tónlistarhátíðin á NME-verðlaunahátíðinni 2020.

Fjórir látnir og smit milli manna staðfest

(3 klukkustundir, 21 mínúta)
ERLENT Fjórir eru látnir úr nýjum lungnasjúkdómi sem breiðist hratt út í Kína. Yfirvöld þar í landi hafa staðfest að veiran geti smitast milli manna.

Archie litli sá snjó í fyrsta sinn

(3 klukkustundir, 21 mínúta)
BÖRN Harry og Meghan hafa gert allt vitlaust í Bretlandi síðustu daga. Átta mánaða gamall sonur þeirra, Archie Harrison, er hins vegar í rólegheitum í Kanada að upplifa margt í fyrsta sinn.

Skóþurrkari kostaði þær lífið

(3 klukkustundir, 25 mínútur)
ERLENT Nú þykir ljóst að eldsvoðinn í Bergen 4. janúar, sem varð fjórum mæðgum að bana, muni hafa átt upptök sín í skóþurrkara í þvottahúsi á fyrstu hæð hússins. Lögregla telur helst að tækið hafi bilað en vill þó ekki slá því föstu hvernig eldurinn hafi kviknað út frá því.

Mama June að verða peningalaus

(3 klukkustundir, 36 mínútur)
FÓLKIÐ Raunveruleikastjarnan Mama June virðist vera orðin hálfblönk ef marka má nýjustu fréttir af henni. Hún sást í veðlánabúð (e. pawn shop) í Stockbridge í Georgíu-ríki á dögunum þar sem hún seldi demantshring.

13 stiga hiti í hnúkaþey

(3 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT Spáð er sunnan 13-20 metrum í kvöld og í nótt með talsverði rigningu. Það hlýnar töluvert með þessu en er búist við 5 til 13 stiga hita fyrri hluta dags á morgun. Hlýjast í hnúkaþey norðaustan til.

11 brunnu inni í Síberíu

(3 klukkustundir, 55 mínútur)
ERLENT Ellefu manneskjur létust þegar eldur kom upp í timburkofa í afskekktu þorpi í Síberíu.

Jón Gnarr lenti í hremmingum í Flórída

(4 klukkustundir, 21 mínúta)
FERÐALÖG Grínistinn Jón Gnarr fór til Flórída yfir áramótin en segir farir sínar ekki sléttar af bílaleigunni Avis í Bandaríkjunum.

Á gangi eftir flugbraut í nótt

(4 klukkustundir, 27 mínútur)
INNLENT Tilkynnt var til lögreglunnar um mann fara yfir girðingu Reykjavíkurflugvallar á þriðja tímanum í nótt og var maðurinn á göngu eftir flugbraut þegar lögreglan kom á vettvang. Maðurinn var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Flugeldur kveikti í íbúð

(4 klukkustundir, 31 mínúta)
INNLENT Eldur kom upp í íbúð í Hafnarfirði í gærkvöldi eftir að flugeldi hafði verið kastað inn um glugga á baðherbergi  íbúðarinnar. Íbúar urðu varir við sprenginguna og voru búnir að slökkva eldinn er lögregla kom á vettvang en eldur kviknaði í fatnaði og skemmdir urðu á innréttingu.

Þetta gerir Sunneva til að bæta heilsuna

(4 klukkustundir, 36 mínútur)
SMARTLAND Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir hefur verið að taka til í mataræðinu síðan hún kom heim frá Bandaríkjunum á dögunum. Eins og svo margir byrjar hún daginn á grænum ofurdrykk.

Örva þarf starfsemi minni fyrirtækja

(4 klukkustundir, 51 mínúta)
INNLENT Miklar og heitar umræður urðu um ýmis mál við sérstakar stjórnmálaumræður sem fram fóru á Alþingi í gær á fyrsta þingfundi ársins eftir jólaleyfi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, velti upp þeirri spurningu í ræðu sinni hvort Íslendingar kynnu ekki að búa við jafnvægi.

Andlát: Hrefna Sigvaldadóttir

(4 klukkustundir, 51 mínúta)
INNLENT Hrefna Sigvaldadóttir, fyrrverandi skólastjóri Breiðagerðisskóla, lést á Droplaugarstöðum síðastliðinn sunnudag, tæplega níræð að aldri.

SA riðu á vaðið með skammtímasamninga

(4 klukkustundir, 51 mínúta)
INNLENT Félag íslenskra náttúrufræðinga hefur ásamt 10 öðrum BHM-félögum átt alls 40 fundi með ríkinu um nýja kjarasamninga án þess að samningar séu í sjónmáli.

Kom greinendum ekki á óvart

(4 klukkustundir, 51 mínúta)
INNLENT Hlutabréfagreinendurnir Snorri Jakobsson hjá Capacent og Sveinn Þórarinsson hjá Landsbankanum segja að bráðabirgðauppgjör Marels, sem tilkynnt var um eftir lokun markaða á föstudaginn, hafi ekki komið þeim á óvart.

Leggja til frestun málsins

(4 klukkustundir, 51 mínúta)
INNLENT Yfir 50 umsagnir höfðu síðdegis í gær borist um drög að frumvarpi um hálendisþjóðgarð og 20 umsagnir um drög að frumvarpi um þjóðgarðastofnun og starfsemi þjóðgarða. Neikvæðar umsagnir eru meira áberandi en jákvæðar og margir leggja til að málinu verði frestað og ágreiningsefni skoðuð betur.
MATUR Það eru engar vampírur eða varúlfar að koma hér við sögu – bara nokkur góð ráð um af hverju hvítlaukur er það besta fyrir þig á nóttunni.

Björgunarsveit tryggir flotbryggjuna á Ísafirði

(10 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT Björgunarsveitamenn á Ísafirði voru kallaðir út á tólfta tímanum í kvöld til þess að tryggja flotbryggjuna við höfnina þar í bæ, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
TÆKNI Teymi vísindamanna við Cardiff-háskóla í Bretlandi hefur fundið leið til þess að nýta nýlega uppgötvaðan hluta ónæmiskerfis mannsins til þess að ráðast til atlögu við krabbameinsfrumur. Rannsóknirnar eru á algjöru frumstigi, en hafa mikla möguleika, að sögn hópsins sem skrifaði vísindagrein um tilraun sína í fræðitímaritið Nature Immunology.

Steldu stílnum: Björk á götum New York

(10 klukkustundir, 47 mínútur)
SMARTLAND Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir kann svo sannarlega að klæða sig ef marka má papparassamyndir Daily Mail. Björk sást nýverið á götum New York-borgar í Bandaríkjunum ásamt dóttur sinni Isadóru.

Hríðskotabyssur eins og skrúfjárn eða hamrar

(11 klukkustundir, 11 mínútur)
ERLENT Þúsundir bandarískra byssueigenda komu saman til fundar í borginni Richmond í Virginíu-ríki í dag til þess að mótmæla fyrirhuguðum þrengingum sem stjórnvöld í Virginíu-ríki hafa boðað gegn byssueign. Allt fór friðsamlega fram.
ÍÞRÓTTIR Manchester City tapaði óvænt stigum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardag er liðið gerði jafntefli við Crystal Palace á heimavelli, 2:2.

Hlupu fram hjá þjóðvarðliðum og inn í Mexíkó

(11 klukkustundir, 29 mínútur)
ERLENT Til átaka kom á landamærum Mexíkó og Gvatemala í dag, er hundruð karla, kvenna og barna frá löndum Mið-Ameríku, aðallega Hondúras, óðu yfir Suchiate-ána á landamærunum í óþökk mexíkóskra landamæravarða. Flestir ætla sér alla leið til Bandaríkjanna.

Grindavík sigraði á Hornafirði

(11 klukkustundir, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Grindvíkingar eru komnir áfram í undanúrslit Geysisbikars karla í körfubolta eftir 93:74-sigur á Sindra á Hornafirði í kvöld.

Brotnaði niður á íbúafundinum

(11 klukkustundir, 36 mínútur)
INNLENT „Við kannski fengum ekki öllum spurningum okkar svarað en við gátum allavega komið okkar punktum áleiðis. Núna þýðir ekkert að vera með einhverjar ásakanir,“ segir Steinunn Guðný Einarsdóttir, íbúi á Flateyri, spurð um íbúa­fund­ sem haldinn var á Flat­eyri til þess að fara yfir stöðuna og svara spurn­ing­um íbúa eft­ir snjóflóðin sem féllu sl. þriðju­dags­kvöld.

Berglind sló í gegn í fyrsta leik (myndskeið)

(11 klukkustundir, 43 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, byrjaði með látum hjá ítalska stórliðinu AC Milan. Berglind lék sinn fyrsta leik með liðinu gegn Roma í ítölsku A-deildinni í dag og skoraði tvö mörk, þar á meðal sigurmark á lokamínútunni.

Brúðarmyndir eins og þú hefur aldrei séð þær

(11 klukkustundir, 53 mínútur)
MATUR Það eru margar leiðir til að fagna ástinni, og hefðir í kringum stóra daginn eru misjafnar úti um allan heim.

Tileinka árið 2020 nýsköpun

(12 klukkustundir, 1 mínúta)
VIÐSKIPTI Ár nýsköpunar 2020 var sett með formlegum hætti í húsakynnum hátæknifyrirtækisins Völku í dag, þegar Eliza Reid forsetafrú afhjúpaði myndmerki sem sýnir ljósaperu sem er alþjóðleg táknmynd nýsköpunar og Ísland staðsett inni í perunni þar sem kraftar nýsköpunar flæða um allt land.

Nýliðarnir næla sér í framherja

(12 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Nýliðar Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hafa fest kaup á framherjanum Mbwana Samatta frá Genk í Belgíu. Skrifar hann undir fjögurra og hálfs árs samning við enska félagið.

Margrét hlaut Guldbaggen-verðlaun

(12 klukkustundir, 24 mínútur)
FÓLKIÐ Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hlaut í kvöld sænsku kvikmyndaverðlaunin, Guldbaggen, fyrir vinnu sína við kvikmyndina Eld & lågor, ástarsögu sem gerist í Svíþjóð á tímum síðari heimsstyrjaldar.

Rihanna hætt með milljarðamæringnum

(12 klukkustundir, 37 mínútur)
FÓLKIÐ Tónlistarkonan Rihanna er sögð hætt með kærasta sínum, Hassan Jameel. Parið var búið að vera saman í tæp rúmlega tæp þrjú ár.

Sjö gerendur hafa haft samband

(12 klukkustundir, 51 mínúta)
INNLENT Þorsteinn V. Einarsson, umsjónarmaður Karlmennskunnar, auglýsti eftir karlmönnum sem hefðu nauðgað eða brotið með öðrum hætti á öðru fólki kynferðislega á samfélagsmiðlum Karlmennskunnar fyrir helgi. Nú hafa sjö strákar sett sig í samband við hann vegna þess. Þorsteinn vill skoða ofbeldi út frá sjónarhóli gerenda sem gjarnan eru málaðir upp sem skrímsli og afmennskaðir í íslensku samfélagi.
ÍÞRÓTTIR Opnað var fyrir félagaskiptin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og víðar 1. janúar 2020 og félagaskiptaglugginn verður opinn til 31. janúar.

Skallagrímur síðasta liðið í undanúrslit

(13 klukkustundir, 8 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Úrvalsdeildarlið Skallagríms varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysisbikars kvenna í körfubolta. Borgnesingar unnu öruggan 86:51-útisigur á ÍR sem leikur í 1. deild.

Fleiri myrða í vímu

(13 klukkustundir, 11 mínútur)
ERLENT Vímuástand kom við sögu í 75 prósentum norskra manndrápsmála árið 2019, sem voru alls 28, en meðaltal síðasta áratugar er 51 prósent. Yfirmaður ofbeldisbrotadeildar Kripos segir ríða á að fylgjast með þróuninni í þessum efnum. Skýrsla Kripos um manndráp í Noregi 2019 kom út í dag.

Þjóðverjar sterkari í grannaslagnum

(13 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þýskaland fór upp í þriðja sæti milliriðils I á EM karla í handbolta með 34:22-sigri á grönnum sínum í Austurríki í Vín í kvöld. Staðan í hálfleik var 16:13, Þjóðverjum í vil.

Shania Twain loksins hrifin af Brad Pitt?

(13 klukkustundir, 14 mínútur)
K100 Engu er líkara en að Brad Pitt hafi eytt árunum í að ganga í augun á Shania Twain.

Yrkir limrur á leiðinni

(13 klukkustundir, 21 mínúta)
INNLENT Jólin eru að baki en sumir í stórfjölskyldu Óskars Jónssonar og vinir hans tala enn um bókina Limrulyng, sem hann gaf út fyrir hátíðina. „Ég ákvað að koma þeim á óvart, valdi limrur og gaf út þetta úrval, sem ég hugsaði fyrst og fremst sem jólagjöf og til heimabrúks,“ segir hann.

Dóttir Gunnars Nelson komin með nafn

(13 klukkustundir, 21 mínúta)
BÖRN Bardagakappinn Gunnar Nelson og kærasta hans Fransiska Björk Hilmarsdóttir gáfu dóttur sinni nafn á dögunum en stúlkan fékk nöfnin Míra Björk Nelson.

Fjölnir í undanúrslit eftir óvæntan sigur

(13 klukkustundir, 22 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Fjölnir tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Geysisbikars karla í körfubolta með óvæntum 106:100-sigri á Keflavík á heimavelli. Keflavík er í öðru sæti Dominos-deildarinnar með 22 stig en Fjölnir í neðsta sæti með aðeins tvö stig.

Áföll hafi sýnt fram á styrk og veikleika

(13 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að áföll á borð við gjaldþrot WOW air í fyrra hafi sýnt fram á styrk samfélagins en að önnur áföll, svo sem ofsaveður sem geisaði í desember á síðasta ári, hafi afhjúpað veikleika þess. Þetta kom fram í ræðu Sigurðar á fyrsta þingfundi Alþingis eftir jólahlé, þar sem umræða um stöðuna í stjórnmálum var til umræðu.

„Ofboðslegur kjarkur og baráttuandi“

(13 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT „Fólk var reitt, sorgmætt og lýsti vonbrigðum, en umfram allt þá var undirliggjandi ofboðslegur kjarkur og baráttuandi,“ segir Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, í samtali við mbl.is, á leið frá Flateyri yfir á Suðureyri, þar sem annar íbúafundur er nú hafinn vegna snjóflóðanna síðasta þriðjudag.

Sest í helgan stein 102 ára og hyggur á ferðalög

(13 klukkustundir, 44 mínútur)
ERLENT Bob Vollmer, elsti opinberi starfsmaður Indiana-ríkis í Bandaríkjunum, sér loks fram á að setjast í helgan stein. Eftir nærri sex áratugi í starfi sem landmælingamaður hefur hann gefið það út að síðasti dagur hans í starfi verði 6. febrúar, en Vollmer er orðinn 102 ára gamall.

Ásdís Rán gefur staðalbúnað ísdrottningar

(13 klukkustundir, 51 mínúta)
SMARTLAND Ísdrottningin Ásdís Rán hefur verið að taka til hjá sér að undanförnu og auglýsir nú ýmsa muni gefins í Facebook-hópnum Gefins, allt gefins!

Óhugnanleg meiðsli hjá markverði Liverpool (mynd)

(14 klukkustundir, 5 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Fran Kitching, markvörður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, varð fyrir óhugnanlegum meiðslum á æfingu með liðinu á dögunum. Fékk Kitching stóran og djúpan skurð á ennið og missti af þeim sökum af leik liðsins við Bristol City um helgina.

Eyrnamerkt gjöld „eiga að rata til síns heima“

(14 klukkustundir, 31 mínúta)
INNLENT Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlar að vinna með umhverfisráðherra til að uppfæra áætlanir um ofanflóðasjóð og fá til þess auknar fjárheimildir sem til þurfi. „Skattar og gjöld í ákveðnum tilgangi eiga að rata til síns heima,“ segir hann.

Hellti sér yfir eigin stuðningsmenn (myndskeið)

(14 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Vincent Kompany, spilandi knattspyrnustjóri Anderlecht í Belgíu, var allt annað en sáttur við stuðningsmann félagsins sem kastaði blysi í Simon Mignolet, markmann Club Brugge.

Klassískt matarstell fær upplyftingu

(14 klukkustundir, 52 mínútur)
MATUR Póstulínsframleiðandinn Lyngby hefur kynnt nýtt og litríkt matarstell til sögunnar sem mun setja stemninguna á borðið.

Margmenni á íbúafundi á Flateyri

(15 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Fjölmennur íbúafundur hófst í Gunnukaffi á Flateyri kl. 17 í dag, en Ísafjarðarbær boðaði til fundar bæði þar og á Suðureyri kl. 20 í kvöld til þess að fara yfir stöðuna og svara spurningum íbúa eftir snjóflóðin þrjú sem féllu síðasta þriðjudagskvöld.

Spánverjar í undanúrslit

(15 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Spánn á fína möguleika á að verja Evrópumeistaratitil sinn eftir 37:28-sigur á Hvíta-Rússlandi á EM karla í handbolta í Vín í dag. Með sigrinum tryggðu Spánverjar sér sæti í undanúrslitum.

Real kaupir brasilískan táning

(15 klukkustundir, 56 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Spænska knattspyrnufélagið Real Madríd keypti í dag hinn 18 ára gamla Reinier frá Flamengo í Brasilíu. Táningurinn skrifar undir sex ára samning við Real. Kaupverðið er um 30 milljónir evra.
INNLENT „Nú er kominn tími á samstilltari, djarfari og víðsýnni stjórn, án Sjálfstæðisflokksins, fyrir allt fólkið í landinu og komandi kynslóðir. Stjórn sem leggur alla áherslu á ríkara félagslegt réttlæti og hefur á sama tíma meiri sköpunarkraft, framsýni og hugrekki,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar í ræðu á fyrsta þingfundi ársins á Alþingi í dag.
INNLENT „Þetta er eitt af stóru málunum auðvitað hjá þessari ríkisstjórn og það verður hvergi slakað á í þessari vinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð.

Sólrún Diego hélt upp á afmælið í Vilníus

(16 klukkustundir, 21 mínúta)
FERÐALÖG Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego nýtur nú lífsins í höfuðborg Litháen, Vilníus. Sólrún og eiginmaður hennar Frans Garðarsson skelltu sér þangað fyrir helgi og héldu upp á 29 ára afmæli Sólrúnar á sunnudag.
ÍÞRÓTTIR Chelsea og Arsenal eigast við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta annað kvöld klukkan 20:15. Í tilefni þess rifjum við upp fimm stórkostleg mörk sem hafa verið skoruð í leikjum liðanna á síðustu árum.
INNLENT Heitar umræður eru á fyrsta þingfundi ársins á Alþingi, en formenn flokkanna eða staðgenglar þeirra hafa tekið til máls um stöðuna í stjórnmálum. Á meðal þess sem rætt hefur verið um í dag er rekstur heilbrigðiskerfisins, staða efnahagsmála, framkvæmdir vegna ofanflóðavarna og hugmyndir um hálendisþjóðgarð.

Hafrasnakk með súkkulaði

(16 klukkustundir, 49 mínútur)
MATUR Himneskt hafrasnakk með súkkulaði og banana! Svona smákökur eru fullkomið millimál þegar okkur langar í eitthvað sætt en erum að reyna að halda aftur af okkur.

Guðmundur í Brimi lét sig ekki vanta

(16 klukkustundir, 51 mínúta)
SMARTLAND Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður lét sig ekki vanta þegar fyrstu tveir þættirnir af Thin Ice voru frumsýndir í Bíó Paradís.

Framlengir við Íslandsmeistarana

(16 klukkustundir, 57 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara KR. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2021. Fótbolti.net greindi frá.

Þingheimur minntist Guðrúnar Ögmundsdóttur

(17 klukkustundir, 2 mínútur)
INNLENT Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis fór með minningarorð um Guðrúnu Ögmundsdóttur við upphaf fyrsta þingfundar nýs árs, síðdegis í dag. Sem kunnugt er andaðist Guðrún á gamlársdag, 69 ára að aldri.

Rakaramenningin sækir í sig veðrið

(17 klukkustundir, 31 mínúta)
K100 Rakari telur þörf á að hefja virðingu rakarastofa til meiri virðingar. Það er munur á að vera hárgreiðslumeistari og rakarameistari.
ÍÞRÓTTIR Berglind Björg Þorvaldsdóttir landsliðskona í knattspyrnu er afar ánægð með fyrstu dagana hjá ítalska stórveldinu AC Milan og hún gat ekki byrjað betur með liðinu innan vallar því eins og kom fram á mbl.is fyrr í dag skoraði hún tvívegis í fyrsta leiknum, í 3:2 sigri á Roma í A-deildinni, og sigurmarkið gerði hún rétt fyrir leikslok.

Sigurmarkið kom á síðustu sekúndunni

(17 klukkustundir, 47 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Króatía hefur unnið alla sex leiki sína á EM karla í handbolta. Tékkland varð nýjasta fórnarlamb króatíska liðsins í dag, en lokatölur urðu 22:21, eftir að Luka Stapancic skoraði sigurmark Króatíu á síðustu sekúndunni. Leikið var í Vín í Austurríki.

Svörin dekka spurningarnar ágætlega

(18 klukkustundir, 17 mínútur)
200 Mjög eðlilegt er að fá Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á miðvikudag og spyrja hann nánar út í stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja.

Fastur á fjallinu í tólf sólarhringa

(18 klukkustundir, 17 mínútur)
INNLENT Starfsmaður Landhelgisgæslunnar var fastur á Gunnólfsvíkurfjalli í tólf sólarhringa þegar óveðrið mikla gekk yfir landið í desember.

Fríköfun nýtur vinsælda

(18 klukkustundir, 18 mínútur)
K100 Fólk getur haldið niðri í sér andanum neðansjávar mínútum saman. Kristín Sif Björgvinsdótir, einn þáttastjórnenda Ísland vaknar á K100, fór á námskeið hjá Freedive og hefur náð að synda 50 metra undir yfirborði vatns án þess að koma upp til að anda.

Gylfi ekki búinn að jafna sig

(18 klukkustundir, 52 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Everton, leikur ekki með liðinu gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Gylfi er að glíma við meiðsli í nára.
ERLENT Konan sem varð til þess að ríkisstjórn Noregs sprakk fyrr í dag er ákærð fyrir þátttöku í tvennum hryðjuverkasamtökum, Al-Nusra Front og Ríki Íslams, á árunum 2013 til 2019. Konan er norsk en af pakistönskum ættum. Koma hennar til Noregs nýverið varð til þess að Framfaraflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórn landsins fyrr í dag með fyrrgreindum afleiðingum.

Heyrnarlaus maður vill texta á klámsíður

(19 klukkustundir, 6 mínútur)
FÓLKIÐ Karlmaður í Bandaríkjunum hefur stefnt klámsíðunni Pornhub fyrir að neita heyrnarlausu og heyrnarskertu fólki um aðgang að myndböndum sínum sem aðrir með fulla heyrn geta notið án vandkvæða.

Margrét Gnarr féll í gólfið af sársauka

(19 klukkustundir, 21 mínúta)
BÖRN Margrét Gnarr féll í gólfið af sársauka þegar hún var komin upp á fæðingardeild. Hún eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum og deilir nú fæðingasögu sinni í færslu á Instagram.

Enn á eftir að ná fimm bátum á land

(19 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT Ólíklegt er að hægt verði að athafna sig í Flateyrarhöfn í dag vegna slæmra veðurskilyrða. „Það er ekkert veður til að gera neitt. Það er því miður biðstaða í augnablikinu,“ segir Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar.

Valdimar búinn að missa 30 kíló

(19 klukkustundir, 40 mínútur)
SMARTLAND Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson er búinn að missa 30 kíló frá því í sumar. Valdimar greindi frá þessu á samfélagsmiðlum og sagðist vera montinn.

Hunangsgljáður lax með geggjuðu meðlæti

(19 klukkustundir, 50 mínútur)
MATUR Við látum ekki svona uppskrift úr hendi sleppa. Hér er laxinn marineraður og borinn fram með ristuðu rósakáli.

Óskabyrjun Berglindar í Mílanó

(19 klukkustundir, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, skildi ekki skotskóna eftir á Íslandi þegar hún fór til Mílanó en hún var á dögunum lánuð frá Breiðabliki til AC Milan fram á vorið.

Keiino kemur fram í Laugardalshöll

(19 klukkustundir, 58 mínútur)
FÓLKIÐ Norski sönghópurinn Keiino, sem tók þátt fyrir hönd Noregs í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Ísrael á síðasta ári, kemur fram á úrslitakeppni Söngvakeppni sjónvarpsins í Laugardalshöll 29. febrúar.

Nóg komið af ræðum á 17. júní

(20 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Barnamálaráðherra segir tölfræðina sýna að hagsmunir barna séu ekki nægjanlega oft settir í fyrsta sæti í íslensku samfélagi. Nóg sé komið af ræðum á 17. júní um hagsmuni barna. Raunverulegar aðgerðir þurfi að fylgja með.

Norðmenn missa út lykilmann

(20 klukkustundir, 10 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Magnus Rød, einn af lykilmönnum norska landsliðsins í handknattleik sem mætir Íslandi á Evrópumótinu í Malmö á morgun, leikur ekki meira með liðinu á mótinu.

200 greindir og sýkingin breiðist út

(20 klukkustundir, 13 mínútur)
ERLENT Fleiri en 200 tilfelli dularfullrar lungnasýkingar hafa greinst í Kína og eru tilfellin því um þrefalt fleiri en fyrir helgi. Flest þeirra hafa greinst í Wuhan, borginni þar sem sýkingin greindist fyrst, en sýkingar hafa einnig greinst í Peking, Sjanghæ og Shenzhen.

Þrír hafa kært til Landsréttar

(20 klukkustundir, 14 mínútur)
INNLENT Þrír af sexmenningunum sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald í gær hafa kært úrskurðinn til Landsréttar.

Íslenskri fegurðardrottningu ráðlagt að flýja

(20 klukkustundir, 26 mínútur)
FÓLKIÐ Fegurðardrottningin Guðrún Sigurbjörnsdóttir tók þátt í Miss Global um helgina. Engin kona var krýnd Miss Global og Guðrúnu og öðrum keppendum ráðlagt að flýja.

22 ríkir karlar ríkari en konur Afríku samanlagt

(20 klukkustundir, 31 mínúta)
ERLENT Milljarðamæringar heimsins hafa orðið tvöfalt fleiri síðasta áratug og eru nú ríkari en 60 prósent jarðarbúa, að því er kemur fram í skýrslu mannúðarsamtakanna Oxfam sem var birt í dag. Fátækar konur og stúlkur eru neðst á efnahagsskalanum og vinna þær 12,5 milljarða klukkustunda af ólaunaðri umönnunarvinnu daglega. Er áætlað að þessar ólaunuðu klukkustundir séu virði um 10,8 billjóna dollara árlega.

Gerir allt sem í hans valdi stendur

(20 klukkustundir, 41 mínúta)
ERLENT Ríkissaksóknari Angóla hefur heitið því að gera allt sem í hans valdi stendur til að flytja aftur til landsins Isabel dos Santos, dóttur fyrrverandi forseta landsins, sem er sökuð um að hafa arðrænt landið með því að draga sér milljónir dollara af almannafé.

Skoða mögulegan galla í Tesla-bifreiðum

(20 klukkustundir, 42 mínútur)
BÍLAR Bandarísk samgönguyfirvöld eru með til skoðunar ábendingar um meintan galla í bifreiðum rafbílaframleiðandans Tesla.

Frestað til morguns vegna ófærðar

(20 klukkustundir, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Tindastóll og Þór frá Akureyri áttu að mætast í Norðurlandsslag í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik á Sauðárkróki í kvöld en nú er búið að fresta leiknum vegna veðurs.
200 Fiskurinn er frystur og siglt með hann um 8 þúsund kílómetra til Kína. Þar vinnur fiskvinnslufólk, með um 320 krónur í dagslaun, fiskinn og endurfrystir hann áður en þorskurinn er settur um borð í flutningaskip.

Þykjast vera Hildur Guðnadóttir á netinu

(21 klukkustund, 1 mínúta)
FÓLKIÐ Hildur Guðadóttir tónskáld varar við netfangi og samfélagsmiðlasíðum sem þykjast vera hún. Hún er að vinna í að fá opinbera staðfestingu á samfélagsmiðlum sínum.

Expecting 130,000 Chinese Tourists

(21 klukkustund, 3 mínútur)
ICELAND The number of Chinese tourists in Iceland is expected to increase rapidly in the coming years.

Eitt af þremur bestu liðum heims

(21 klukkustund, 6 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, sagði á fréttamannafundi í Malmö í hádeginu að íslenska landsliðið ætti afar erfitt verkefni fyrir höndum á morgun þegar það mætir Norðmönnum í næstsíðustu umferð milliriðlakeppninnar.

Ríkisstjórnarsamstarfi Noregs slitið

(21 klukkustund, 14 mínútur)
ERLENT Framfaraflokkurinn sagði sig rétt í þessu úr ríkisstjórn Noregs hvar hann hefur setið í sex ár, tvo mánuði og tuttugu daga. „Það er enginn grundvöllur fyrir því að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram,“ sagði Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins, á blaðamannafundi í dag.
ÍÞRÓTTIR Gylfi Einarsson og Magnús Már Einarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport eftir leiki helgarinnar í enska boltanum.
SMARTLAND Við Látraströnd á Seltjarnarnesi stendur ákaflega vel heppnað 245 fm einbýli sem byggt var 1977.

Leisure ánægðir með Auði

(21 klukkustund, 24 mínútur)
K100 Í síðustu viku var töluvert rætt um líkindi laganna On My Mind sem Leisure sendi frá sér í apríl í fyrra og Enginn eins og þú sem Auður gaf út í júní í fyrra.

Sigurður Davíð til Sjávarklasans

(21 klukkustund, 35 mínútur)
200 Sjávarklasinn hefur ráðið nýjan nýsköpunarsstjóra.

Kristján Þór fer á fund nefndarinnar

(21 klukkustund, 35 mínútur)
200 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verður gestur á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á miðvikudag.

Österdahl nýr framkvæmdastjóri Eurovision

(21 klukkustund, 38 mínútur)
FÓLKIÐ Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefur tilkynnt um ráðningu nýs framkvæmdastjóra keppninnar. Svíinn Martin Österdahl, fyrrverandi dagskrárstjóri SVT, tekur við starfi framkvæmdastjóra af Jon Ola Sand.

Valgeir til reynslu í Álaborg

(21 klukkustund, 49 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Valgeir Valgeirsson, knattspyrnumaðurinn efnilegi úr HK, er kominn til Álaborgar í Danmörku þar sem hann er til reynslu hjá úrvalsdeildarliðinu AaB.

Einstakt heimili við Ránargötu

(21 klukkustund, 59 mínútur)
SMARTLAND Við Ránargötu í Reykjavík hefur fjölskylda komið sér vel fyrir. Íbúðin er einstaklega falleg og vel heppnuð eins og sést á myndunum.

Boðar kjaraviðræður við borgarstjóra

(22 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Formaður Eflingar hefur tilkynnt borgarstjóra Reykjavíkur að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. Er þess krafist að kjaraviðræður við borgina fari héðan af fram fyrir opnum tjöldum og með beinni aðkomu borgarstjóra.

Einangrun eina vopnið gegn lungnasýkingu

(22 klukkustundir, 13 mínútur)
INNLENT Engin lyf eru til við dularfullri lungnasýkingu sem 50 manns hafa greinst með í Kína og Suður-Kóreu undanfarið, og því geta Íslendingar einungis gripið til takmarkaðra ráðstafana vegna sýkingarinnar. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is. Hann segir að hver og einn þurfi að gera það upp við sig hvort viðkomandi ferðist til Kína á meðan orsök og eðli sýkingarinnar eru enn ókunn.

Beware of Counterfeit Euro Bills

(22 klukkustundir, 17 mínútur)
ICELAND There have been several incidents of counterfeit 100 Euro bills reported in circulation in Iceland over the weekend.

Gullfallegt hótel í gömlum stíl í Skálaholti

(22 klukkustundir, 21 mínúta)
FERÐALÖG Elín Þorsteinsdóttir innanhússarkitekt fékk það verkefni að hanna hótelið Skálakot sem er við Hvolsvöll. Gamaldags stíll ræður ríkjum á hótelinu og er hlýleikinn í forgrunni.

Tveir varnarmenn liðsins spila ekki meira í vetur

(22 klukkustundir, 22 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnuliðið Newcastle hefur orðið fyrir miklu áfalli því tveir af varnarmönnum liðsins leika ekki meira á þessu keppnistímabili vegna meiðsla.

Allir komnir úr lífshættu eftir slysið

(22 klukkustundir, 23 mínútur)
INNLENT Allir sjö farþegar tveggja bifreiða sem skullu saman á Skeiðarársandi á föstudaginn eru komnir úr lífshættu. Fjórir voru alvarlega slasaðir eftir slysið, þar af þrjú börn á aldrinum 5 til 10 ára.

Markvörður United lenti í árekstri

(22 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sergio Romero, varamarkvörður enska knattspyrnuliðsins Manchester United, lenti í árekstri í morgun þegar hann var á leið á æfingu liðsins í bifreið sinni.

Aukið fé til sænskra sveitarstjórna

(22 klukkustundir, 37 mínútur)
ERLENT Sænska ríkisstjórnin ætlar að auka framlög til sveitarstjórna um fimm milljarða sænskra króna, sem svarar til 65 milljarða íslenskra króna.

Norskir fjárfestar kaupa í Heimavöllum

(22 klukkustundir, 49 mínútur)
VIÐSKIPTI Fjárfestingafélagið Fredensborg ICE ehf. hefur keypt 7,2% hlut í leigufélaginu Heimavöllum, en það er í eigu norska fjárfestingafélagsins Fredensborg AS. Hefur hlutabréfaverð Heimavalla hækkað um tæplega 7% í kjölfarið.

Fleiri vitni gefið sig fram

(22 klukkustundir, 54 mínútur)
INNLENT Fleiri vitni hafa gefið sig fram vegna umferðarslyssins sem varð á Skeiðarársandi á föstudaginn þegar tveir bílar úr gagnstæðum áttum skullu saman.

Heimagerður tandori-kjúklingur með grískri jógúrt

(22 klukkustundir, 55 mínútur)
MATUR Ef það er eitthvað sem á alltaf við þá er það bragðmikill og góður kjúklingaréttur eins og þessi hér. Það er Berglind Guðmunds á GRGS.is sem á heiðurinn að uppskriftinni og við hvetjum ykkur svo sannarlega til að prófa.

„Það er enginn friður til að athafna sig“

(23 klukkustundir, 8 mínútur)
200 Venus NS hefur veitt um 840 tonn af kolmunna, en hefur verið á stöðugum flótta undan veðri.

Framtíð norsku ríkisstjórnarinnar rædd

(23 klukkustundir, 11 mínútur)
ERLENT Siv Jen­sen, formaður Fram­fara­flokks­ins, sat á fundi með forsætisráðherra Noregs, Ernu Solberg, í klukkustund í morgun og ræddu þær um stöðu mála innan Framfaraflokksins. Þar á bæ er tekist á um endurkomu vígakvenna til landsins.

Ökumaðurinn var á stolinni bifreið

(23 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT Ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför eftir umferðarslys á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið.

Ætla ekki að brenna sig á VAR-mistökum Englendinga

(23 klukkustundir, 17 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Danir ætla ekki að brenna sig á mistökum Englendinga hvað varðar myndbandsdómgæslu á fótboltaleikjum þó þeir ætli að taka hana upp á leikjum í dönsku úrvalsdeildinni frá og með næsta keppnistímabili sem hefst í júlí.

Salka Sól og Arnar Freyr gáfu dótturinni nafn

(23 klukkustundir, 21 mínúta)
BÖRN Tónlistarfólkið Salka Sól Eyfeld og Arnar Freyr Frostason gáfu dóttur sinni nafn um helgina. Sú stutta fékk nafnið Una Lóa Eyfeld Arnarsdóttir við fallega athöfn á laugardag.

1.000 fyrirtæki opna í Bretlandi

(23 klukkustundir, 22 mínútur)
VIÐSKIPTI Yfir 1.000 bankar, eignastýringarfyrirtæki og önnur fjármálafyrirtæki sem starfa innan Evrópusambandsins vinna nú að því að opna skrifstofur í Bretlandi í kjölfar þess að Brexit verður að veruleika í lok mánaðarins.

Dregur úr vexti ferðaþjónustu

(23 klukkustundir, 25 mínútur)
VIÐSKIPTI Vöxtur í ferðaþjónustu dróst umtalsvert saman í fyrra í heiminum og mældist vöxturinn 4% í stað 6% árið 2018.

Ræða við aðstandendur ferðamannanna

(23 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Aðstandendur kínversku ferðamannanna sem fundust látnir á Sólheimasandi fyrir helgi eru komnir til landsins og mun lögreglan á Suðurlandi ræða við þá í dag.

Valsmenn spila ekki á Hlíðarenda

(23 klukkustundir, 30 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Valsmenn munu ekki spila á heimavelli sínum að Hlíðarenda í sextán liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu í handknattleik í næsta mánuði.

Nara Walker skemmti sér í Norræna húsinu

(23 klukkustundir, 38 mínútur)
SMARTLAND Það var glatt á hjalla í Norræna húsinu þegar Female Filmmaking-tengslanetspartý var haldið á föstudagdagskvöldið.

„Nota á ungabörn sem eins konar gísla“

(23 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT „Nota á ungabörn sem eins konar gísla til að brjóta upp kjarasamninga á landsvísu og fá yfir okkur eina sæta gengisfellingu.“

Á hvaða velli tryggir Liverpool sér titilinn?

(23 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Eftir hina mögnuðu sigurgöngu Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er umræðan hætt að snúast um hvort liðið verði loksins enskur meistari eftir þrjátíu ára bið, heldur hvenær það tryggi sér meistaratitilinn og hvar.

Three Serious Accidents in Two Days

(23 klukkustundir, 53 mínútur)
ICELAND Three serious accidents have occurred in Iceland since Friday afternoon.

Ísstíflur í Hvítá að losna

(23 klukkustundir, 58 mínútur)
INNLENT Vísbendingar eru um að ísstíflur í Hvítá á Suðurlandi hafi losnað að einhverju leyti.