Fréttir vikunnar


ÍÞRÓTTIR Enska B-deildin í knattspyrnu hefur göngu sína á nýjan leik þann 20. júní, svo lengi sem það getur talist öruggt. Verður um svipað fyrirkomulag og í ensku úrvalsdeildinni og er stefnt að því að ljúka deildinni með úrslitaleik í umspili þann 30. júlí. Verður leikið án áhorfenda.
ERLENT Halla Tómasdóttir segir ástandið í Bandaríkjunum farið að bera keim af borgarastyrjaldarástandi. Hún er stödd í New York þar sem mótmæli hafa versnað dag frá degi og ofbeldið færist í aukana bæði af hendi lögreglu og mótmælenda.
ERLENT Bandarísk stjórnvöld hafa sent tvær milljónir skammta af malaríulyfinu hydroxychloroquine til Brasilíu í baráttunni gegn COVID-19.
ÍÞRÓTTIR Breiðablik og Valur mættust í æfingaleik í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir mikið fjör urðu lokatölur 3:3 þar sem tveir danskir framherjar stálu senunni.
INNLENT Snæbjörn Valur Ólafsson var í vetur í meistaranámi í lögfræði við Duke-háskóla ásamt kærustu sinni Diljá Helgadóttur. Snæbjörn útskrifaðist magna cum laude og segir mbl.is frá því hvernig er að nema lög við bandarískan háskóla.
ÍÞRÓTTIR Franski varnarmaðurinn Lucas Hernandez verður frá í einhvern tíma vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Bayern München og Düsseldorf í þýsku 1. deildinni í fótbolta í gær.

Sex sumarstörf hjá forsetanum

(1 klukkustund, 1 mínúta)
INNLENT Sex sumarstörf eru nú laus til umsóknar hjá embætti forseta Íslands. Störfin eru öll ætluð háskólanemum og eru hluti af átaki stjórnvalda til að vinna gegn atvinnuleysi vegna kórónukreppunnar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, vekur athygli á þessu í færslu á Facebook.

Sænsk blaðakona skotin með gúmmíkúlu

(1 klukkustund, 29 mínútur)
ERLENT Lögreglan í Minneapolis skaut sænsku blaðakonuna Ninu Svanberg, fréttaritara Expressen í Bandaríkjunum, með gúmmíkúlu þar sem hún stóð í eldlínu óeirða aðfaranótt gærdagsins auk þess sem lögregla lét táragashylkjum rigna yfir hóp fjölmiðlafólks og miðaði skotvopni með leysigeislasigti á ljósmyndara VG. Svanberg ræddi við mbl.is.

Hafnaði Liverpool og fór til Ítalíu

(1 klukkustund, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Christian Koffi hafnaði tilboði frá Liverpool þegar hann var 17 ára gamall árið 2018 þar sem hann taldi sig ekki tilbúinn fyrir enska stórliðið. Þess í stað fór hann frá Mónakó og til Fiorentina á Ítalíu.

5 hlutir sem konur sem ná árangri gera ekki

(1 klukkustund, 50 mínútur)
SMARTLAND Það eru marg­ar kon­ur sem eru stöðugt að ná árangri í lífinu. Þetta eru vanalega konur sem starfa við það sem þær elska. Hika ekki við að skipta um vinnu og fara á eftir draumum sínum ef svo ber undir.

Victoria's Secret-fyrirsæta á von á barni

(1 klukkustund, 50 mínútur)
BÖRN Hollenska Victoria's Secret-fyrirsætan Romee Strijd á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Laurens van Leeuwen. Leið þeirra Strijd og van Leeuwen að foreldrahlutverkinu var ekki bein en Strijd er með PCOS (fjölblöðrueggjastokkaheilkenni).

Lögreglumaður rotaðist í útkalli í heimahús

(1 klukkustund, 58 mínútur)
INNLENT Lögreglumaður rotaðist í átökum í útkalli í heimahús á Völlunum í Hafnarfirði í síðustu viku. Tveir lögreglumenn sinntu útkallinu og voru báðir frelsissviptir í átökunum. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Vilja halda leikmanni United lengur

(2 klukkustundir, 9 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ítalska knattspyrnufélagið Inter Mílano vill halda Sílemanninum Álexis Sánchez út leiktíðina, en lánssamningur hans við Inter rennur út 30. júní. Vegna kórónuveirunnar tekst ekki að klára tímabilið á Ítalíu áður en samningurinn rennur út og vill Inter því framlengja.

Féll af dráttarvél og lenti undir henni

(2 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT Ökumaður féll af dráttarvél í Hrísey um hádegisbil í dag. Orsök slyssins er talin vera sú að dráttarvélinni hafi verið ekið á trjádrumb sem var á veginum með þeim afleiðingum að hinn slasaði féll af dráttarvélinni og lenti undir henni. Frá þessu greinir lögreglan á Norðurlandi eystra á Facebook-síðu sinni.

Ekkert annað en „morð að yfirlögðu ráði“

(2 klukkustundir, 38 mínútur)
ERLENT Lögfræðingur fjölskyldu George Floyds, sem lést eftir að lögreglumaður kraup á hálsi hans, segir að um morð að yfirlögðu ráði hafi verið að ræða.

Eiga flugferðir eftir að breytast svona?

(2 klukkustundir, 50 mínútur)
FERÐALÖG Það er alls konar auka umstang í kringum hverja flugferð hjá farþegum í dag. Mögulega er þetta ekki tímabundið ástand.

Englendingurinn sá um botnliðið

(2 klukkustundir, 52 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Dortmund minnkaði forskot Bayern München á toppi þýsku 1. deildarinnar í fótbolta niður í sjö stig á nýjan leik með sannfærandi 6:1-útisigri á Paderborn í dag.

Til Manchester United eftir þrjá daga?

(3 klukkustundir, 9 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Spænski knattspyrnumaðurin Saúl Niguez greindi frá því á Twitter í dag að hann ætli að tilkynna um nýtt félag eftir þrjá daga. Hefur hann lengi verið orðaður við Manchester United.

Gera allt frá grunni

(3 klukkustundir, 20 mínútur)
K100 Grindvíkingurinn Halla María Svansdóttir dó ekki ráðalaus þegar hún missti vinnuna árið 2011.

Ráðast í sýnatöku í sumar

(3 klukkustundir, 23 mínútur)
INNLENT Ákveðið hefur verið að Verkís verkfræðistofa verði fengin til þess að taka sýni í Fossvogsskóla í sumar þar sem talið hefur verið að húsnæði liggi undir rakaskemmdum. Nemendur og starfsfólk í hluta hússins sýna áfram einkenni sem benda til þess, þó að þegar hafi verið ráðist í endurbætur á húsinu.

Mótmæli teygja sig til Danmerkur

(3 klukkustundir, 36 mínútur)
ERLENT Um 2.000 manns komu saman á Austurbrú í Kaupmannahöfn í eftirmiðdaginn til að mótmæla meðferð bandarískrar lögreglu á svörtum íbúum Bandaríkjanna. Vildu mótmælendur þannig sýna þeim fjölda sem mótmælir nú í Bandaríkjunum stuðning sinn.

Grillað rib-eye að hætti Jóa Fel

(3 klukkustundir, 46 mínútur)
MATUR Það er fátt sem Jóhannes Felixson getur ekki gert í eldhúsinu. Bakarameistari landsins er ekki einungis fær í snúðum og brauði, því hann grillar steikur eins og ekkert sé sjálfsagðara – og það engar smá steikur!

Spánverjinn vill yfirgefa Arsenal

(3 klukkustundir, 48 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Spænski bakvörðurinn Héctor Bellerín vill yfirgefa enska knattspyrnufélagið Arsenal þar sem hann er ósáttur við metnaðarleysi hjá félaginu. ESPN greinir frá.
INNLENT Jarðskjálftavirkni í nágrenni Grindavíkur hefur færst í aukana um hvítasunnuhelgina og hafa mælst um 300 skjálftar þar frá miðnætti í gær.

Gladbach endurheimti þriðja sætið

(4 klukkustundir, 43 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Borussia Mönchengla­dbach endurheimti þriðja sætið í þýsku efstu deildinni í knattspyrnu í dag með því að leggja Union Berlín að velli, 4:1, á heimavelli. Leverkusen hafði áður skotist upp í þriðja sæti með því að vinna Freiburg á föstudaginn.

Emirates segir upp „nokkrum“ vegna veirunnar

(4 klukkustundir, 46 mínútur)
VIÐSKIPTI Flugfélagið Emirates ætlar að ráðast í uppsagnir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á flugrekstur félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu en þar er ekki tiltekið hversu mörgum verður sagt upp.

„Ekki breyta útlitinu til að þóknast öðrum“

(4 klukkustundir, 50 mínútur)
SMARTLAND Sonia Rykiel breytti viðhorfi og tískuvitund kvenna um víða veröld. Eftirfarandi atriði eru í hennar anda.

Ekki byrjað að sekta á Laugavegi

(5 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Varla er þverfótað á göngugötunni Laugavegi fyrir einkabílum sem virða ekki akstursbannið. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að byrjað verði að sekta á næstu dögum fyrir umferðarlagabrotið. „Við erum með annað augað á þessu.“

Pogba fær sennilega ekki félagaskipti

(5 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Paul Pogba, miðjumaður enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Manchester United, fær sennilega ekki félagaskipti í sumar þrátt fyrir að vilja róa á önnur mið en hann hefur verið mikið orðaður við endurkomu til Juventus á Ítalíu eða skipti til stórliðs Real Madríd á Spáni.

Miðfjarðará með sitt eigið kampavín

(5 klukkustundir, 26 mínútur)
VEIÐI Menn teygja sig mislangt í að gera gestum til hæfis í stóru veiðiánum. Rafn Valur Alfreðsson leigutaki Miðfjarðarár er með nýjung í sumar. Það er kampavín sem er sérstaklega merkt Miðfjarðará.

Fótboltinn verður aldrei aftur sá sami

(5 klukkustundir, 47 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Fótboltinn, eins og lífið sjálft, verður aldrei sá sami í kjölfar kórónuveirufaraldursins sem herjað hefur á heimsbyggðina undanfarna mánuði en stórstjarnan Lionel Messi, leikmaður Barcelona, ræddi um veiruna í viðtali við El Pais.

Fagnað við komuna í Alþjóðlegu geimstöðina

(5 klukkustundir, 54 mínútur)
TÆKNI Geimhylkið Endeavour með geimfarana Bob Behnken og Doug Hurley innanborðs hefur læst sig við alþjóðlegu geimstöðina. Ferðalagið tók um 19 klukkustundir en geimstöðin er í um 400 kílómetra hæð yfir jörðu.

Fannst látinn við brennandi bifreið

(6 klukkustundir, 21 mínúta)
ERLENT Maður fannst látinn skammt frá brennandi bifreið í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag að sögn lögreglunnar í borginni. Ekki er búið að bera kennsl á manninn, en afar róstusamt hefur verið í borginni eftir að lögreglumaður varð svörtum manni að bana í síðustu viku.

Kjartani brást bogalistin

(6 klukkustundir, 24 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Kjartan Henry Finnbogason og félagar í toppliði Vejle gerðu óvænt 1:1-jafntefli gegn Næstved í dönsku 1. deildinni í knattspyrnu sem hófst aftur í dag eftir rúmlega tveggja mánaða hlé.

Grillsteik að hætti BBQ kóngsins

(6 klukkustundir, 45 mínútur)
MATUR Alfreð Fannar er einn vinsælasti grillari landsins í dag, sem flestir þekkja undir nafninu BBQ kóngurinn. Hér býður hann okkur upp á grilluppskrift sem bragðlaukarnir ærast yfir. Grilluð nautalund með sveppum, beikoni og rauðvínsvinagrettu – gjörið svo vel!

Grunaður um að hafa myrt móður sína

(6 klukkustundir, 50 mínútur)
ERLENT Maður á þrítugsaldri er í haldi lögreglunnar í Bergen í Noregi, grunaður um að hafa myrt móður sína, sem var á sextugsaldri, á heimili hennar í Brattholmen á eynni Litlesotra vestur af Bergen í gærkvöldi. Lögregla greindi frá þessu á blaðamannafundi fyrir stundu en hinn grunaði baðst undan yfirheyrslu í gær sökum þreytu.

Fyrsti kóalabjarnarungi vorsins er fæddur

(6 klukkustundir, 50 mínútur)
K100 Heimurinn batnandi fer og hægt og rólega er að birta til en var Ástralía að tilkynna mikil gleðitíðindi. Fyrsti kóalabjörn vorsins fæddist í villtum dýragarði í New South Wales nú á dögunum, og er hann enn fremur fyrsti kóalabjörninn til að fæðast frá því að miklir og hræðilegir skógareldar geisuðu um Ástralíu fyrr á árinu. Starfsmaður dýragarðsins sagði litla krúttið vera tákn vonar og endurfæðingar fyrir bjartari tíma.

Ekkert nýtt smit — 877 í sóttkví

(6 klukkustundir, 52 mínútur)
INNLENT Ekkert smit kórónuveirunnar greind­ist í gær hér á landi. Aðeins voru tekin 97 sýni í gær, öll á veirufræðideild Landspítalans. Til samanburðar voru 534 sýni tekin daginn áður, er einn greindist smitaður.

Ragnar klár en ekki í hópnum

(6 klukkustundir, 54 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ragn­ar Sig­urðsson, landsliðsmiðvörður í knatt­spyrnu, er ekki í leikmannahóp FC Kø­ben­havn sem mætir Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni á morgun þrátt fyrir að vera búinn að hrista af sér meiðsli sem hrjáðu hann fyrir nokkrum vikum.

103 brautskráðust frá FG

(7 klukkustundir, 2 mínútur)
INNLENT Brautskráning í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á vorönn fór fram í Urðarbrunni í gær aðeins að viðstöddum nemendum, helstu stjórnendum og tækniliði skólans. Alls voru 103 nemendu er sem kvöddu FG að þessu sinni, en af þeim voru 100 sem brautskráðust af stúdentsbrautum.

Geimfararnir ná brátt áfangastað

(7 klukkustundir, 12 mínútur)
TÆKNI Geimhylkið sem bandarísku geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken dvelja í á leið sinni á braut um jörðu mun festa sig við alþjóðlegu geimstöðina, ISS, klukkan 14:30 í dag. Ferlið er alfarið sjálfsvirkt og þurfa geimfararnir ekki að grípa inn í nema eitthvað komi upp á.

United þarf ekki á Coutinho að halda

(7 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Manchester United á ekki að vera eltast við knattspyrnumanninn Philippe Coutinho og þarf ekki á honum að halda en þessi fyrrverandi leikmaður Liverpool er á sölulistanum hjá Barcelona.

Gott ef samkeppnin lækkar pítsuverð

(7 klukkustundir, 46 mínútur)
INNLENT „Við fögnum auðvitað allri samkeppni og sér í lagi ef hún er til þess fallin að lækka verð.“ Þetta segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og tekur þar með undir orð Þórarins Ævarssonar, eiganda pítsastaðarins Spaðans sem nýverið tók til starfa.

Alveg eins og mamma hennar

(7 klukkustundir, 50 mínútur)
BÖRN Hin tveggja ára gamla Stormi er lík móður sinni, Kylie Jenner. Aðdáandi stjörnunnar setti saman myndir af mæðgunum.
SMARTLAND Fyrir fimm árum keyptu hjónin Hallur Gunnarsson og Andrea Hjálmsdóttir draumahúsið á Akureyri. Húsið hafa þau tekið í gegn að innan sem utan og nú er fókusinn á garðinum.

Bakverðir atvinnulífsins

(7 klukkustundir, 55 mínútur)
INNLENT Reynslubanki Íslands (rbi.is) var formlega stofnaður sumardaginn fyrsta síðastliðinn, „á degi vona um gróanda og betri tíð“, segir Þráinn Þorvaldsson, en um er að ræða tilraunaverkefni hans og Guðmundar G. Haukssonar til stuðnings íslensku atvinnulífi með áherslu á aðstoð við fyrirtæki með fáa starfsmenn.

Fleiri veiðidagar og friðun aflétt?

(8 klukkustundir, 9 mínútur)
VEIÐI Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2020 er lokið. Rjúpum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi en þar var fækkun.

Brotist inn hjá stjörnu Manchester City

(8 klukkustundir, 10 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Lögreglan í Manchester hefur nú til rannsóknar innbrot inn á heimili knattspyrnumannsins Riyad Mahrez en miklum verðmætum var stolið úr íbúð kappans sem er staðsett í miðbæ Manchester.

Mikinn reyk lagði frá viftu

(8 klukkustundir, 12 mínútur)
INNLENT Slökkvilið Akureyrar var kallað út að Vestursíðu á tólfta tímanum í dag vegna mikils reyks í íbúð í fjölbýlishúsi. Ekki þurfti að slökkva eld en íbúðin var reykræst og hefur slökkvilið lokið störfum á vettvangi. Talið er að upptök eldsins megi rekja til viftu í eldhúsi íbúðarinnar.

Níræður Eastwood ekki hrifinn af afmælum

(8 klukkustundir, 26 mínútur)
FÓLKIÐ Stórleikarinn Clint Eastwood fagnar 90 ára afmæli í dag. Sonur hans og leikstjórinn Scott Eastwood sagði að faðir hans væri lítið gefinn fyrir að halda upp á afmælið sitt.

Michael Angelis látinn

(8 klukkustundir, 44 mínútur)
FÓLKIÐ Breski leikarinn Michael Angelis er látinn, 76 ára að aldri. Hann var þekktur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttum á borð við Boys from the Blackstuff og þá var hann sögumaður í barnaþáttunum um eimreiðina Tómas (e. Thomas the Tank Engine).

Fá bætur ef Icardi er seldur til erkifjendanna

(8 klukkustundir, 45 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Frakklandsmeistarar PSG hafa gengið frá kaupum á sóknarmanninum Mauro Icardi frá Inter en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. Kaupverðið er talið vera um 57 milljónir evra en Argentínumaðurinn hefur skrifað undir fjögurra ára samning við félagið.

Leyndardómar Heiðmerkur

(8 klukkustundir, 50 mínútur)
FERÐALÖG Íslensk náttúra hefur mikið aðdráttarafl og stöðugt fleiri stunda útivist sér til ánægju og heilsubótar. Að ferðast um landið er bæði gefandi og skemmtilegt og við kynnumst náttúru landsins, sögu, menningu, dýralífi og þannig mætti lengi telja.

Skotmark Liverpool eins og Mané og Ronaldo

(9 klukkustundir, 10 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn ungi Ferran Torres er í sigti Liverpool en hann verður samningslaus hjá Valencia eftir næstu leiktíð og vill félagið frekar selja hann nú heldur en að missa leikmanninn frítt samkvæmt Daily Star.

Þórólfur telji skimun vera réttu leiðina

(9 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sé enn þeirrar skoðunar að skimun farþega fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní sé rétta leiðin þegar komi að opnun landamæranna.

Styðja við atvinnusköpun kvenna

(9 klukkustundir, 32 mínútur)
VIÐSKIPTI Forsætisráðherra, iðnaðarráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur hafa undirritað samkomulag um áframhaldandi starf Svanna – lánatryggingasjóðs kvenna. Tilgangur og markmið sjóðsins er að styðja við konur sem eiga og reka smærri fyrirtæki og auka aðgengi kvenna að fjármagni.

Staðreyndir um vín sem ekki allir vita

(9 klukkustundir, 49 mínútur)
MATUR Það er hellingur af staðreyndum sem finnst þarna úti varðandi vín og venjur í kringum það. En hvað er rétt og hvað er sannað? Hér færðu svörin hvað það varðar – skál fyrir því!

Við erum söluvara

(9 klukkustundir, 51 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefur göngu sína á ný 17. júní eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins sem herjað hefur á heimsbyggðina. Öll liðin eru nú byrjuð að æfa aftur án takmarkana en ekki eru allir leikmenn deildarinnar sáttir.

Veitingamenn snúa vörn í sókn

(9 klukkustundir, 58 mínútur)
ERLENT Veitastaðir, kaffihús og krár í París, höfuðborg Frakklands, mega setja fleiri borð og stóla utandyra þegar staðirnir opna á nýjan leik á þriðjudag eftir að hafa verið lokaðir í tvo mánuði vegna kórónuveirunnar. Það þýðir að staðirnir geta tekið á móti fleiri gestum þar sem enn um sinn verður óheimilt að snæða innandyra.

Var ekki hleypt í mikilvæga aðgerð

(10 klukkustundir, 21 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Enski knatt­spyrnumaður­inn Kieran Trippier segist allt annar leikmaður eftir að hann fór í aðgerð á nára í vetur en hann spilar með liði Atlético Madríd á Spáni. Bakvörðurinn skipti til Spánar frá Tottenham á Englandi síðasta sumar og hann vandar sínu gamla félagi ekki kveðjurnar.

Var nýhættur með kærustunni

(10 klukkustundir, 26 mínútur)
FÓLKIÐ Þó að flestir myndasöguaðdáendur þekki Chris Evans best sem Kaptein Ameríku er það ekki fyrsta ofurhetjan sem hann leikur. Árið 2005 lék hann Mannlega blysið (e. Human Torch) í myndinni Fantastic Four og framhaldsmynd hennar sem kom út árið 2007.

Stórslys að kaupa Þjóðverjann

(10 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ef marka má fregnir þýskra og enskra fjölmiðla virðist nær öruggt að Leroy Sané, sókn­ar­maður enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Manchester City, muni ganga til liðs við Þýska­lands­meist­ara Bayern München í sum­ar. Ein gömul Bayern-kempa segir sitt gamla félag þó vera að gera hræðileg mistök.

Sigga Kling lætur Aron Einar vakta húsið

(10 klukkustundir, 50 mínútur)
SMARTLAND Spákonan Sigga Kling segir að nú sé tíminn til að taka til fyrir framan heimilið og gera eitthvað fallegt. Hún segir að það komi allt önnur orka inn á heimilið þegar inngangurinn er heillandi. Á dögunum gjörbreytti hún innganginum hjá sér með málningu og pappa-Aroni Einari sem gerir líf Siggu Kling betra.

„Fékk jákvætt kúltúrsjokk“

(10 klukkustundir, 50 mínútur)
INNLENT Hinn brasilíski Georg Leite og hin franska Anaïs Barthe eru sest að á Íslandi. Georg hefur verið hér meira og minna í tvo áratugi en Anaïs í fimm ár. Helgarnámskeið í dansi leiddi parið saman og síðan þá hafa þau skapað sér gott líf hér ásamt börnum sínum tveimur.

Um 225 féllu í mótmælum

(10 klukkustundir, 56 mínútur)
ERLENT Innanríkisráðherra Írans hefur gefið í skyn að um það bil 225 manns hafi látist í mótmælum sem brutust út í landinu í nóvember, en fólk safnaðist þá saman til að mótmæla hækkun eldsneytisverðs.

Trump frestar „úreltum“ G7-fundi

(10 klukkustundir, 56 mínútur)
ERLENT Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið út að hann hyggist fresta G7-fundi þessa árs og bjóða leiðtogum annarra ríkja að mæta til fundarins þegar af honum verður. Segir hann fundarfyrirkomulagið „úrelt“. „Mér finnst ekki að fundurinn endurspegli það sem er að gerast í heiminum. Þetta er mjög úreltur hópur ríkja,“ sagði Trump er hann ávarpaði blaðamenn eftir geimskot SpaceX og Nasa í Kennedy-skotstöðinni í gær.

Bannar tæklingar á æfingum

(11 klukkustundir, 18 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Claudio Ranieri, stjóri Sampdoria á Ítalíu, hefur bannað leikmönnum sínum að tækla hver annan á æfingum á meðan hópurinn kemur sér í leikstand aftur eftir rúmlega tveggja mánaða hlé.

Rússar óska SpaceX til hamingju

(11 klukkustundir, 46 mínútur)
TÆKNI Geimferðastofnun Rússlands hefur óskað bandaríska fyrirtækinu SpaceX til hamingju með að hafa náð að skjóta tveimur bandarískum geimförum út í geim í gær. Undanfarinn áratug hafa Rússar aðstoðað Bandaríkin við að koma geimförum um borð í Alþjóðlegu geimstöðina (ISS).

Í fjóra tíma heima hjá fyrrverandi

(12 klukkustundir, 17 mínútur)
FÓLKIÐ Ofurfyrirsætan Irina Shayk sást á dögunum í næstum því fjóra tíma heima hjá leikaranum Bradley Cooper í New York.

„Skrítnir allir þessir stimplar“

(12 klukkustundir, 20 mínútur)
K100 „Ég er svo kátur með það að það var aldrei sagt hvað ég var ofvirkur heldur: Djöfull ertu duglegur,“ sagði Bubbi Morthens sem hefur ekki setið auðum höndum í samkomubanninu en hann hefur nýtt tímann til að æfa líkamann, rækta garðinn af ástríðu, hreinskrifa nýja ljóðabók, vinna að veiðibók og hefur búið sig undir upptöku nýrrar plötu í haust. Hann mætti í Síðdegisþáttinn á K100 á dögunum og ræddi um lífið og tilveruna, nýtt lag og gagnrýndi meðal annars ákveðna stimpla sem hann segir samfélagið setja á fólk.

Belgíuprins kemur sér í vandræði

(12 klukkustundir, 29 mínútur)
ERLENT Jóakim prins í Belgíu hefur greinst með kórónuveiruna eftir að hafa verið viðstaddur samkvæmi meðan á samkomubanni stóð á Spáni. Frá þessu greinir belgíska konungshöllin.

Will ‘Eurovison’ Fans Fall for Húsavík?

(12 klukkustundir, 43 mínútur)
ICELAND The town of Húsavík, North Iceland, plays a role in the upcoming comedy Eurovision.

76.000 án atvinnu eða utan vinnumarkaðar

(12 klukkustundir, 47 mínútur)
VIÐSKIPTI Einstaklingum sem voru atvinnulausir eða stóðu utan vinnumarkaðarins og voru ekki við störf af ýmsum ástæðum fjölgaði um tugi þúsunda í seinasta mánuði.

Þegar Bin Laden ætlaði að kála Beckham

(12 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnuheimurinn hefur upplifað ýmsar hörmungar í gegnum tíðina eins og flugslys, mannskæð ólæti á áhorfendapöllum, eldsvoða á leikvöngum og fleira. En umfangsmikil hryðjuverk hafa þó ekki verið framkvæmd á stórum knattspyrnuviðburðum í Evrópu þótt það hafi reyndar staðið til þegar Frakkar og Englendingar léku vináttuleik í París árið 2015.

Blautt í dag

(12 klukkustundir, 59 mínútur)
INNLENT Veðurstofan spáir fremur hægri suðlægri átt og víða rigningu eða skúrum í dag. Síðdegis gengur í suðvestan 8-13 m/s, og styttir upp austan til en áfram skúrir á vestanverðu landinu. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi.

Útgöngubönn í gildi víða í Bandaríkjunum

(13 klukkustundir, 5 mínútur)
ERLENT Víða í Bandaríkjunum hafa verið sett útgöngubönn til að draga úr þeirri ólgu og ófriði sem hefur skapast eftir að lögreglumaður varð svörtum manni að bana í síðustu viku. Á flestum stöðum hafa farið fram friðsöm mótmæli en í nokkrum borgum hafa brotist út átök. Kveikt hefur verið í bifreiðum og byggingum.

11 í fangaklefa eftir nóttina

(13 klukkustundir, 35 mínútur)
INNLENT Alls var 101 mál skráð í dagbók lögreglu frá 17 í gær til kl. 05 í morgun. Ellefu einstaklingar voru vistaðir í fangageymslu lögreglu. Þar á meðal maður sem var handtekinn grunaður um líkamsárás og eignaspjöll við bar í Bústaða- og Háaleitishverfi á sjötta tímanum í gær.

Fannst hún ekki nógu klár í skóla vegna lesblindu

(13 klukkustundir, 50 mínútur)
BÖRN Beatrice prinsessa opnaði sig um upplifun sína af lesblindu í nýju myndbandi sem sjá má á YouTube. Prinsessan reynir að líta á það jákvæða við að vera lesblind en viðurkennir að lesblindan hafi reynst sér erfið í skóla.

„Fátt sem jarðtengir mann meira“

(14 klukkustundir, 50 mínútur)
FERÐALÖG Erlu Björnsdóttur, sálfræðingi og sérfræðingi í betri svefni, finnst fátt betra en að njóta íslenskrar náttúru. Markmiðið er að ferðast sem mest um Ísland en Erla er gift Hálfdani Steinþórssyni og eiga þau fjóra syni.

Hamingja hefur ekkert með kílóafjölda að gera

(14 klukkustundir, 50 mínútur)
SMARTLAND Karen Erludóttir er fyrst núna, rétt að verða 27 ára, að átta sig á hversu brenglaða hugmynd hún hafði um eigin líkama, heilsu og hamingju. Hún stóð lengi í þeirri trú að færri kíló myndu færa henni aukna hamingju. Hún glímdi við átröskun og var meðal annars sagt að grenna sig af lækni.

Einkakokkur Opruh léttist um 30 kíló

(15 klukkustundir, 37 mínútur)
MATUR Matreiðslumeistarinn Art Smith er sjálfsagt þekktastur fyrir að vera hægri hönd Opruh Winfrey en þau hafa verið miklir vinir svo áratugum skiptir.

Félagaskiptin í íslenska fótboltanum - konur

(21 klukkustund, 5 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenski félagaskiptaglugginn í knattspyrnunni var opnaður 22. febrúar. Þegar Íslandsmótinu var frestað vegna kórónuveirunnar var glugganum jafnframt lokað snemma í apríl en hann verður síðan opinn á ný frá 3. til 30. júní.

Félagaskiptin í íslenska fótboltanum - karlar

(21 klukkustund, 10 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenski félagaskiptaglugginn í knattspyrnunni var opnaður 22. febrúar og félögin geta fengið til sín nýja leikmenn þar til honum verður lokað, væntanlega seinnipartinn í júní.

Sex milljónir manna hafa greinst með veiruna

(21 klukkustund, 37 mínútur)
ERLENT Staðfest kórónuveirusmit í heiminum eru nú orðin fleiri en sex milljónir samkvæmt gögnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og opinberum tölum frá stjórnvöldum víða um heim. Skráð dauðsföll eru tæplega 367 þúsund talsins.

Handtekinn í tengslum við vændis- og eiturlyfjahring

(22 klukkustundir, 30 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Slóvenski knattspyrnudómarinn Slavko Vincic, sem hefur m.a. dæmt í Meistaradeild Evrópu, var handtekinn um helgina í tengslum við vændis- og eiturlyfjahring í Bosníu.

Þórólfur búinn að skila drögum að minnisblaði

(22 klukkustundir, 46 mínútur)
INNLENT Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað til Svandísar Svavarsdóttur drögum að minnisblaði um útfærslu opnunar landamæra og skimunar á Keflavíkurflugvelli. Þetta staðfestir aðstoðarmaður ráðherra í samtali við mbl.is.

Tvífara Meghan oft ruglað við hertogaynjuna

(22 klukkustundir, 50 mínútur)
SMARTLAND Flugfreyjan Christine Pimrose Mathis er tvífari Meghan hertogaynju. Fólk tók eftir líkindum þeirra áður en Meghan gekk í bresku konungsfjölskylduna.

„Með kökk í hálsinum yfir þessu“

(22 klukkustundir, 55 mínútur)
ERLENT Íslensk kona í Minnesota segir ástandið í borginni hafa snarversnað síðustu tvo daga. Hún bjóst aldrei við að sjá „þessa fallegu og friðsælu borg“ í því ásigkomulagi sem hún er nú í. Í mótmælaöldunni sem riðið hefur yfir segir hún að brotist hafi fram árhundruð af kúgun.

Friðrik mikli og Friðrik litli

(23 klukkustundir, 9 mínútur)
FÓLKIÐ Einn helsti kvikmyndaleikstjóri landsins og einn helsti rappari landsins ganga inn á bar. Þeir ganga svo langt að setjast hlið við hlið og ræða saman drykklanga stund, en það gera þeir án þess að það komi fram að hvor um sig státi af miklum afrekum á sínu sviði.
INNLENT Lindaskóli stóð uppi sem sigurvegari Skólahreystis í ár eftir harða keppni við átta aðra skóla. Heiðarskóli í Reykjanesbæ hafnaði í öðru sæti og Árbæjarskóli því þriðja. Þetta er annað árið í röð sem Lindaskóli vinnur keppnina. Skipuleggjandi segir mótið hafa verið það besta á 16 ára ferli.

Gæti verið dæmdur í sex mánaða fangelsi

(23 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Diego Costa gæti átt yfir höfði sér hálfs árs fangelsi fyrir skattsvik. Samkvæmt ákæru á Costa að hafa svikið meira en milljón evra undan skatti.

Sænski sóttvarnalæknirinn viðurkennir mistök

(23 klukkustundir, 42 mínútur)
ERLENT Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, hefur viðurkennt að alvarleg mistök hafi verið gerð þar í landi í upphafi kórónuveirufaraldursins. Í dag var tilkynnt um 45 ný dauðsföll og eru þau orðin tæplega 4.400 í heildina.