Síkin í Feneyjum aftur tær

FERÐALÖG  | 20. mars | 10:42 
Kórónuveiran hefur ekki bara slæm áhrif um heim allan. Ótrúleg breyting hefur orðið á síkjum Feneyja á Ítalíu á síðustu dögum en þau eru orðin tærari en áður og fiskarnir eru nú sjáanlegir í vatninu.

Kórónuveiran hefur ekki bara slæm áhrif um heim allan. Ótrúleg breyting hefur orðið á síkjum Feneyja á Ítalíu á síðustu dögum en þau eru orðin tærari en áður og fiskarnir eru nú sjáanlegir í vatninu. 

Feneyjar eru fjölsóttur ferðamannastaður allt árið um kring og mikil umferð um síkin á venjulegum dögum. Vegna mengunar hafa síkin orðið heldur grámygluleg í gegnum árin. Ítalía hefur farið gríðarlega illa út úr kórónuveiruheimsfaraldrinum og hefur ferðamönnum þar fækkað gríðarlega. Ferða- og samgöngubann er um alla Ítalíu og fólk beðið að halda sig heima.

 Þættir