Krúttlegir kálfar í beinni útsendingu

INNLENT  | 27. mars | 15:42 
Advania heldur úti beinni útsendingu af kálfunum Mosa og Burkna sem eru nýkomnir í Húsdýragarðinn. Þar sem garðurinn er lokaður af augljósum ástæðum, er þetta leið fyrir börnin að fylgjast með dýrunum.

Advania heldur úti beinni útsendingu af Mosa og Burkna, tveggja mánaða gömlum kálfum sem eru nýkomnir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þar sem garðurinn er lokaður af augljósum ástæðum, er þetta leið fyrir börnin að fylgjast með dýrunum.

 

Hægt er að fylgjast með þeim athafna sig hér á Hægvarpi Advania en þegar þegar þessi frétt er skrifuð eru þeir að fá sér síðdegislúr.

Eins og segir í tilkynningu frá Advania, er vorið líflegasti tíminn í Húsdýragarðinum og von á fjölgun hjá flestum húsdýranna, enda hefur náttúran sinn vanagang þó gestum sé ekki heimilt að heimsækja garðinn.

Bræðurnir Mosi og Burkni eru af bænum Bakka á Kjalarnesi, en bændurnir þar gefa garðinum kálf á hverju ári. Kálfarnir fá þessa dagana að fara út á morgnana á meðan fjósið er þrifið og þeim er gefin mjólk nokkrum sinnum á sólarhring.

 

 

Þættir