Svona massar Helgi Björns Gleðibankann

FÓLKIÐ  | 1. apríl | 14:31 
Helgi Björnsson söngvari og Reiðmenn vindanna tóku lagið í beinni í Sjónvarpi Símans, á mbl.is og á K100 síðasta laugardagskvöld.

Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna tóku lagið í beinni í Sjónvarpi Símans, á mbl.is og á K100 síðasta laugardagskvöld. 

Hér má sjá Helga taka lagið Gleðibankann ásamt Sölku Sól og Frikka Dór.

Gleðibankinn var fyrsta lagið sem keppti fyrir Íslands hönd í Eurovison 1986 og stóð þjóðin á öndinni. Hún var nefnilega svo viss um að hún myndi vinna þessa keppni. En þegar öllu var á botninn hvolft lenti Ísland í 16. sæti sem voru mikil vonbrigði.

Gleðibankinn hefur þó lifað í brjóstum landsmanna og komast flestir í stuð við að heyra þennan smell hvort sem hann er sunginn af Pálma Gunnars, Eiríki Haukssyni og Helgu Möller eða Helga Björns, Sölku Sól og Frikka Dór.

 

Þættir