Gott fyrir svefn barna að hreyfa sig

BÖRN  | 2. apríl | 10:07 
Skólar eru víða lokaðir í heiminum og því börn meira heima við en ella. Þrátt fyrir það hefur mikið af námsefninu færst yfir á netið. Það getur þó verið áskorun að kenna yngsta aldurshópnum gegnum netið.

Skólar eru víða lokaðir í heiminum og því börn meira heima við en ella. Þrátt fyrir það hefur mikið af námsefninu færst yfir á netið. Það getur þó verið áskorun að kenna yngsta aldurshópnum gegnum netið. 

Little Beans-leikskólinn í Berkeley í Kaliforníu í Bandaríkjunum býður nemendum sínum upp á að taka jógatíma tvisvar í viku á netinu. 

„Mér finnst mikilvægt að börn hreyfi sig, ekki bara til að losa um alla orkuna, heldur hjálpar það þeim að sofa betur og er gríðarlega mikilvægt fyrir þroska heilans. Ef börn eru kvíðin eða stressuð út af ástandinu er hreyfing jákvæð leið til að losa um það,“ segir Danika Morrow, jógakennari við skólann.

Þættir