Sami fiskurinn 7, 12 og 18 pund

Þetta er enginn smá fiskur. Við fyrstu skoðun gæti hann …
Þetta er enginn smá fiskur. Við fyrstu skoðun gæti hann verið átján pund. Þessir erlendu veiðimenn brugðu á leik og sendu okkur myndirnar. Ljósmynd/Aðsend

Það skiptir miklu máli hvernig veiðimyndin er tekin. Þessir erlendu veiðimenn brugðu á leik í sumar og sendu Sporðaköstum þessar myndir af sama fiskinum. Fyrsta myndin sýnir fisk sem gæti hæglega verið átján pund við fyrstu skoðun.

Þetta er urriði sem veiddist á ION svæðinu í Þingvallavatni í sumar. Næsta mynd sýnir fisk sem gæti auðveldlega verið tólf pund og þarna hefur veiðimaðurinn dregið að sér hendurnar þannig að um raunstærð er að ræða.

Svo er það síðasta myndin sem gæti verið af sjö punda fiski. Ljósmyndarinn er aðeins lengra frá og hendur veiðimannsins alveg við líkamann. Þetta er urriði sem mældist 78 sentímetrar eða um tólf pund.

Þessa myndasyrpa var til gamans gerð og þeir félagar á myndinni voru að leika sér með stærðirnar til að senda á félaga sína sem hættu við að koma í veiðitúrinn.

En það er til endalaust af bröndurum um menn með langar hendur að mynda stóra fiska sem í raun eru ósköp venjulegir. Já það skiptir máli að taka myndina rétt og vita fyrirfram hvað maður vill fá út úr henni.

Það sem er hins vegar merkilegt við þennan fisk er að hann var merktur. IS-109646. Hann hafði verið merktur við hrygningu í Ölfusvatnsá um miðjan október 2017 þá mældist hann 71 sentímetri.

Breytt staða og hendurnar ekki eins útréttar. Hér sést raunstærð. …
Breytt staða og hendurnar ekki eins útréttar. Hér sést raunstærð. Tólf pund 78 sentímetrar. Ljósmynd/Aðsend
Hér virkar fiskurinn minni. Gæti verið sjö pund. Ljósmyndarinn kominn …
Hér virkar fiskurinn minni. Gæti verið sjö pund. Ljósmyndarinn kominn aðeins lengra frá. Þessi sería var til gamans gerð af þeim félögum.. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is