Sumarveiði í Tungufljóti

Kristján Páll Rafnsson með fallegan staðbundinn urriða sem var veiddur …
Kristján Páll Rafnsson með fallegan staðbundinn urriða sem var veiddur ofan Bjarnafoss. Ljósmynd/Fish Partner

Tungufljót verður nú opið fyrir silungsveiði í sumar. Þetta tilkynnti leigutakinn Fish Partner á facebook í morgun. Staðbundin bleikja er í Tungufljóti og svo má finna urriða fyrir ofan Bjarnafoss. Segir í tilkynningu leigutaka að töluvert magn urriða sé ofan fossinn. En víst er að þetta er lítið kannað veiðisvæði.

Flestir veiðimenn tengja Tungufljót einungis við sjóbirting en nú er verið að horfa á staðbundinn silung. Óhætt er að fullyrða að svæðið ofan Bjarnafoss er stórskorið og ægifagurt. Hægt er að komast á slóða að ánni á tveimur stöðum við gljúfrin fyrir ofan Bjarnafoss, sem er efsti veiðistaðurinn þegar sjóbirtingstímabilið hefst. Á efsta hluta urriðasvæðisins er hægt að keyra með ánni á góðum kafla.

Þarna er víða fagurt og á kafla rennur Tungurljót í …
Þarna er víða fagurt og á kafla rennur Tungurljót í miklu gljúfri. Ljósmynd/Fish Partner

Seldir eru tveir dagar saman og eru fjórar stangir í boði.

mbl.is