Upplagt til áhorfs

Skjáskot úr pólitíska tryllinum Cobra sem segir frá því þegar …
Skjáskot úr pólitíska tryllinum Cobra sem segir frá því þegar Bretland verður rafmagnslaust. IMDB

Það er af nógu að taka af áhugaverðu sjónvarpsefni til að horfa á. Morgunþátturinn Ísland vaknar á K100 fær Björn Þóri Sigurðsson reglulega í viðtal um áhugaverða sjónvarpsþætti og kvikmyndir. Hér er það sem hann mælir með að horfa á, sérstaklega í vondu veðri.

Zoey’s Extraordinary playlist

Þessir gamanþættir verða sýndir á Hulu/NBC um miðjan febrúar en svokallaður „pilot“ er kominn út. Þeir gætu höfðað til þeirra sem höfðu gaman af Ally Mcbeal-þáttunum. Kona er í heilaskanna þegar jarðskjálfti ríður yfir. Eftir skjálftann byrjar hún að heyra dýpstu hugsanir þeirra sem hún hittir. Það, svona eitt og sér, er kannski ekki óyfirstíganlegt. Vandamálið er að hún heyrir hugsanirnar í formi dægurlaga. 

Lincoln Rhyme: The Hunt for The Bone Collector

Sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Bone Collector þar sem Denzel Washington fór með aðalhlutverk. Myndin er byggð á metsölubók eftir Jeffery Deaver. Sýnt á Hulu/NBC.

Deputy

Fox-sjónvarpsstöðin hefur þessa þætti í sýningu. Yfirfógetinn deyr og ólíklegur valkostur af gamla skólanum endar sem yfirmaður stærsta lögregluumdæmis Bandaríkjanna.

The outsider

HBO sýnir þessa spennandi þætti sem byggja á samnefndri bók Stephen King um hryllilegt morð á ungum dreng. Það er eitthvað gruggugt á seyði og örugglega eitthvað meira um að vera.

Cobra

Sky One sjónvarpsstöðin hefur sýningar á pólitísku trylliþáttunum Cobra 17. janúar. Robert Carlyle leikur forsætisráðherra í erfiðri stöðu þegar Bretland verður rafmagnslaust.

Nýtt í bíó

1917

Það má ekki missa af þessari bíóupplifun, að mati Björns. Svo áhorfandinn upplifi atburðarásina sem skýrast voru allar senur kvikmyndarinnar 1917 teknar í einu rennsli.

Gullregn

Íslenska kvikmyndin Gullregn byggir á leikriti eftir Ragnar Bragason en eftir hann liggja sjónvarpsþættir eins og Vaktaseríurnar og kvikmyndir á borð við Bjarnfreðarson og Málmhaus.

mbl.is
Skólastjóri Hússtjórnarskólans varar við notkun mýkingarefnis í klósettkassann.
Síðdegisþátturinn

Margrét segir „nei“ við mýkingarefni í klósettið

Matarvefur mbl.is sagði frá nýjasta húsráðinu í gær; að setja mýkingarefni í klósettkassann til þess að fá góða lykt. Nánar

Brad Pitt og Shania Twain.
Fréttir

Shania Twain loksins hrifin af Brad Pitt?

Engu er líkara en að Brad Pitt hafi eytt árunum í að ganga í augun á Shania Twain. Nánar

Ísland vaknar

Rakaramenningin sækir í sig veðrið

Rakari telur þörf á að hefja virðingu rakarastofa til meiri virðingar. Það er munur á að vera hárgreiðslumeistari og rakarameistari. Nánar

Birgir Skúlason, eigandi Freedive, getur ansi lengi haldið sér í kafi.
Ísland vaknar

Fríköfun nýtur vinsælda

Fólk getur haldið niðri í sér andanum neðansjávar mínútum saman. Kristín Sif Björgvinsdótir, einn þáttastjórnenda Ísland vaknar á K100, fór á námskeið hjá Freedive og hefur náð að synda 50 metra undir yfirborði vatns án þess að koma upp til að anda. Nánar

Hljómsveitin Leisure og Auður.
Fréttir

Leisure ánægðir með Auði

Í síðustu viku var töluvert rætt um líkindi laganna On My Mind sem Leisure sendi frá sér í apríl í fyrra og Enginn eins og þú sem Auður gaf út í júní í fyrra. Nánar

Stúdentagarðar við Sæmundargötu í Reykjavík.
Síðdegisþátturinn

Húsnæði sem vinnur gegn einsemd ungs fólks

Andleg vanlíðan ungs fólks er orðin risavandamál en í lok árs 2018 sögust 32% háskólanema upplifia andlega vanlíðan í könnun sem gerð var um málið. Nánar

Jökull með gítarinn á Hawaii.
Síðdegisþátturinn

„Hef ekki kallað neitt heimili í mörg ár“

Gamla húsbandið á Hressó hefur aldeilis slegið í gegn en hljómsveitin Kaleo, með söngvarann Jökul Júlíusson í forsvari, hefur lagt heiminn að fótum sér undanfarin ár. Jökull var í skemmtilegu viðtali við þá Loga og Sigga í Síðdegisþættinum á K100 á föstudaginn. Nánar

Systurnar Júlía Sif og Helga María halda úti matarblogginu veganistur.is
Síðdegisþátturinn

Vegan-útgáfur af réttunum sem við elskum öll

Veganúar hefur verið haldinn hátíðlegur í janúar sl. ár þar sem kastljósinu er beint að vegan-mataræði og -lífsstíl. Sumir stíga sín fyrstu skref í þessum lífsstíl í þessum mánuði og vex það mörgum í augum að prófa vegan-mat því menn telja svo flókið að búa hann til. Nánar