Héldu útskriftarathöfnina í Minecraft

Japanskir grunnskólanemendur sem ekki fengu útskriftarathöfn vegna skólalokana í Japan …
Japanskir grunnskólanemendur sem ekki fengu útskriftarathöfn vegna skólalokana í Japan tóku hlutina í eigin hendur og héldu eigin útskriftarathöfn í tölvuleiknum Minecraft. Ljósmynd: Samsett Twitter/backyennew

Japanskir skólar hafa nú verið lokaðir í tvær vikur vegna útbreiðslu kórónaveirunnar og munu vera áfram lokaðir fram yfir páskafrí. Margir japanskir skólar klárast í mars og munu því lokanirnar hafa áhrif á útskriftir fjölda japanskra nemenda enda er öllum útskriftarathöfnum í mars aflýst vegna veirunnar. 

Nokkrir grunnskólanemendur vildu þó ekki láta lokanirnar á sig fá heldur útbjuggu sína eigin útskriftarathöfn í tölvuleiknum Minecraft. Í tölvuleiknum hittust nemendurnir í líki Minecraft-persóna og komust þannig hjá smithættunni sem getur fylgt slíkum fjölmennum athöfnum. Greint er frá þessu á japanska fréttavefnum Sora News 24. 

Nemendurnir vörðu öllum deginum saman í tölvuleiknum og virtust skemmta sér konunglega.mbl.is