Lítur á björtu hliðarnar á erfiðum tímum

Heiðrún Lind hvetur fólk ti að líta á björtu hliðarnar …
Heiðrún Lind hvetur fólk ti að líta á björtu hliðarnar í þeim erfiðu aðstæðum sem heimurinn stendur nú frammi fyrir vegna COVID-19. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka í sjávarútvegi, stofnaði á dögunum Facebook-síðuna Björtu hliðarnar sem svar við öllum þeim neikvæðu fréttum sem nú dynja á fólki í miðjum heimsfaraldri sem nú geisar. Hún ræddi um síðuna við Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum í vikunni.

„Þetta byrjaði eiginlega um helgina. Ég var bara eins og aðrir, sat heima hjá mér og það var búið að tilkynna um þetta samkomubann en það var ekki brostið á. Ég er með tveggja ára gemling sem er búinn að krota sig allan út og á alla veggi á nýju heimili sem er enn óklárað og engin eldunaraðstaða. Og ég hugsaði Guð minn góður, hvað er ég að fara að stíga inn í,“ sagði Heiðrún.

Erum heltekin af aðstæðunum

„Þetta eru áskoranir fyrir okkur fjölskylduna og ég hugsaði bara hvernig ætla ég að komast í gegnum þetta. Við erum öll þannig að maður verður dálítið heltekinn af þessum aðstæðum. Maður fer að fylgjast alltaf með fréttamannafundunum á hverjum degi. Það er orðin fíkn að heyra í sóttvarnalækni,“ sagði hún.

„Endurtekin eymd. Það getur ekki gert manni gott. Þannig að ég hugsaði, nú verð ég að gera eitthvað í þessum málum,“ sagði Heiðrún.

Það eru allir í sömu pælingum

Sagðist hún hafa viljað búa til einhvers konar vettvang fyrir aðra til að taka þátt í að líta á björtu hliðarnar.

„Það eru allir í sömu pælingum. Hvernig ætla ég að lifa þetta af. Að vera fastur heima hjá sér og geta ekki verið í félagslegum samskiptum,“ sagði Heiðrún.

Sagði hún að Facebook-síðan ætti að vera vettvangur fyrir fólk til að deila sín á milli jákvæðum og skemmtilegum hlutum.

„Sjá kómísku aðstæðurnar í þessari súrrealísku tilveru sem við erum allt í einu orðin hluti af.“

Hlustaðu á viðtalið við Heiðrúnu í Síðdegisþættinum á K100 í spilaranum hér að neðan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »