Samkomubannið jákvætt fyrir Patrek

Samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jaime er aðalstjarnan í raunveruleikaþáttunum Æði sem sýndir …
Samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jaime er aðalstjarnan í raunveruleikaþáttunum Æði sem sýndir verða á Stöð 2 fyrir helgi.

Samfélagsmiðlaáhrifavaldurinn Patrekur Jaime er aðalstjarnan í nýja raunveruleikaþættinum „Æði“ sem kemur inn á Stöð 2 Maraþon á næstu dögum.

Eru þættirnir stærsta leikstjórnarverkefni Jóhanns Kristófers, eða Joey Christ eins og hann er jafnan kallaður, en hann leikstýrir þáttunum.

Kollegarnir litu inn í stúdíóið til Kristínar, Jóns Axels og Ásgeirs Páls í gær og ræddu um starfið á bak við þættina.

Jóhann Kristófer, leikstjóri Æðis, mætti ásamt Patreki Jaime samfélagsmiðlastjörnu og …
Jóhann Kristófer, leikstjóri Æðis, mætti ásamt Patreki Jaime samfélagsmiðlastjörnu og aðalstjörnu þáttanna í stúdíó K100 í gær og spjallaði um nýtt og spennandi verkefni. Ljósmynd/K100

Spurður út í það um hvað þættirnir fjölluðu sagði Patrekur að þeir fjölluðu í raun um líf hans, vina hans og fjölskyldu.

Erfitt fyrst en varð svo „æði“

„Ég vinn við samfélagsmiðla, það er það sem ég geri. Ég er bara að „flippa“ og lifa,“ sagði hann.

Sagði Patrekur að honum hefði þótt erfitt fyrstu tvo dagana að venjast að hafa myndavélar á eftir sér allan daginn. „En svo fannst mér það æði,“ bætti hann við brosandi og sagðist hafa verið hættur að taka eftir myndavélunum í lokin. Jóhann staðfesti að þættirnir fylgdust með átta dögum í lífi Patreks.

„Við sýnum bara eins mikið og Patti vill sýna okkur í rauninni. Við erum ekki að reyna að troða okkur í hans nánustu stundir en við vorum með honum meira og minna í átta daga,“ sagði Jóhann. „Það er mjög gaman að fylgjast með honum. Ég get alveg skrifað undir það,“ bætti leikstjórinn ungi við.

Aðspurður sagði Patrekur að hann fengi allar sínar tekjur við starf sitt sem samfélagsmiðlastjarna. Sagðist hann njóta starfsins vel.

„Mér finnst það æði. En það er líka óvissa. Ég veit aldrei hundrað prósent hvað ég er með í tekjur í hverjum mánuði,“ sagði hann.

Sagði hann að ólíkt því sem margir skemmtikraftar og listamenn hafa fengið að upplifa hefði samkomubannið jákvæð áhrif á starf hans sem samfélagsmiðlastjarna.

„Það er nú bara æði fyrir mig. Það eru allir að fylgjast með því sem ég er að gera. Það er bara að fara að gefa mér tvöfalt meira,“ sagði Patrekur kíminn í bragði.

Þegar kollegarnir voru spurðir út í aldurstakmark raunveruleikaþáttanna var Jóhann fljótur að svara því að þeir væru, eftir því sem hann best vissi, fyrir alla aldurshópa.

„Krakkar hafa séð allt í dag. Það er allt bara einu „klikki“ í burtu frá þeim. Þannig að ég held að fólk sé ekki að fara að sjá neitt sem það hefur ekki séð áður,“ sagði hann.

Horfðu á viðtalið við Patrek og Jóhann í morgunþættinum Ísland vaknar í spilaranum hér að neðan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »