Vilja að Ísland vinni sjálfkrafa Eurovision

Margir Eurovision-aðdáendur er á þirri skoðun að Daði og Gagnamagnið …
Margir Eurovision-aðdáendur er á þirri skoðun að Daði og Gagnamagnið ætti sjálfkrafa að vera sigurvegari Eurovisionkeppninnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikil sorg ríkir nú á meðal Eurovision-aðdáenda eftir tilkynningu forsvarsmanna keppninnar í gær um að keppninni yrði aflýst í ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Margir aðdáendur hafa þó ekki gefið upp vonina algjörlega og virðast margir vera á þeirri skoðun að framlag Íslands til Eurovision, lagið Think About Things með Daða og Gagnamagninu, ætti sjálfkrafa að fá titilinn vinningshafi keppninnar þrátt fyrir að henni hafi verið aflýst. Fréttamiðillinn Metro greinir frá þessu.

Eurovision-aðdáendur hafa meðal annars sett af stað undirskriftasöfnun um að Ísland eigi að vinna keppnina. 

Þá hafa fjölmargir aðdáendur tjáð sig þess efnis á samfélagsmiðlinum Twitter.

mbl.is