Tók stuðningshund með í prufur og fékk gullna miðann

Aliana Jester kom dómurum í American Idol verulega á óvart …
Aliana Jester kom dómurum í American Idol verulega á óvart þegar hún mætti í áheyrnarprufu með stuðningshundinn Nova. Tryggði hún sér með flutningi sínum gullna miðann eftirsótta og faðmlög dómaranna. Ljósmynd: Samsett

Aliana Jester kom dómurum í American Idol verulega á óvart þegar hún mætti í áheyrnarprufu með hundinn Nova. Hún útskýrði fyrir þeim að hún væri að þjálfa Nova til að vera stuðningshundurinn hennar. Sagði hún dómurunum átakanlega sögu sína en móðir Jester hafnaði henni eftir að hún neitaði að ganga í sértrúarsöfnuð hennar.

Í kjölfarið heillaði Jester dómarana upp úr skónum með ótrúlegri útgáfu af laginu „Who's Lovin' You,“ með Jackson 5 og tryggði sér hinn eftirsótta gullna miða með flutningi sínum.

Sjáðu einstaka áheyrnarprufu Jester í spilaranum hér að neðan.


 

mbl.is