Ellý og Estrid spá fyrir hlustendum í kvöld

Estrid Þorvaldsdóttir jógakennari, listfræðingur, leiðsögukona og talnaspekingur verður gestur hjá …
Estrid Þorvaldsdóttir jógakennari, listfræðingur, leiðsögukona og talnaspekingur verður gestur hjá Ellý Ármanns í spáþættinum hennar klukkan 22.00-00.00 á K100 í kvöld. Ljósmynd: Samsett

Estrid Þorvaldsdóttir jógakennari, listfræðingur, leiðsögukona og talnaspekingur verður gestur hjá Ellý Ármanns í spáþættinum hennar klukkan 22.00 til 00.00 á K100 í kvöld.

Hlustendum býðst að hringja inn og fá spádóm frá Ellý og Estrid sem munu nýta gáfur sínar til að rýna í framtíð og nútíð hlustenda.

„Við ætlum að eiga góða notalega stund saman með hlustendum í kvöld, alls staðar að í landinu og reyndar alls staðar í heiminum. Síminn í hljóðveri er opinn frá klukkan 22.00-24.00 í kvöld. Númerið er 571 1111 og ég hvet alla sem vilja að hringja inn í okkur,“ segir í tilkynningu frá Ellý.

mbl.is