Fékk óhefðbundið partý á 5 ára afmælinu

Olivia, sem fagnaði 5 ára afmæli á dögunum en gat …
Olivia, sem fagnaði 5 ára afmæli á dögunum en gat ekki haldið upp á það vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, fékk samt sem áður óhefðbundið afmælispartý en vinir og vandamenn fögnuðu með henni í gegnum bílglugga. Skjáskot

Það er magnað að fylgjast með því hvað erfiðir tímar geta dregið fram ofboðslega fallega hluti og sýnt okkur einskæra góðmennsku einstaklinga. 

Olivia Grace er stúlka í Chicago sem fagnaði 5 ára afmæli á dögunum, en gat ekki haldið upp á það vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hún fékk þó óvænt og óhefðbundið afmælispartý þar sem vinir og vandamenn ásamt öðrum samfélagsþegnum gerðu sér lítið fyrir og keyrðu framhjá heimili hennar útbúnir afmæliskveðjum á skiltum og sungu afmælissönginn fyrir hana út um bílglugga sína. Greint er frá þessu á fréttavef Yahoo.

Samstaða, samheldni og samhugur!

Sjáðu „afmælispartý“ Oliviu í spilaranum hér að neðan.

 

 Dj Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og flytur góðar fréttir reglulega yfir daginn í útvarpinu og á vefnum.

Fylgstu með á K100 og á k100.is

Hlustaðu á Ljósa punktinn með Dóru Júlíu í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is