Ljósi punkturinn: Nýr dagskrárliður með Dóru Júlíu á K100

Dj Dóra Júlía mun leggja sitt af mörkum í að …
Dj Dóra Júlía mun leggja sitt af mörkum í að koma jákvæðninni að í lífum hlustenda K100 í nýja dagskrárliðnum „Ljósa punktinum“. mbl.is/K100

Ljósi punkturinn, nýr og jákvæður dagskrárliður í umsjá plötusnúðsins og skemmtikraftsins Dóru Júlíu hefst í dag á útvarpsstöðinni K100. Mun Dóra Júlía flytja hlustendum tvær jákvæðar fréttir og pistla alla virka daga.

„Það er vægast sagt mikið um að vera á tímum sem þessum og mikilvægt að vera með á nótunum til þess að allir geti hjálpast að. Við þurfum þó að passa okkur að leyfa ekki þungum fréttum að taka yfir sálina okkar og því er gott að geta gripið í jákvæðar hugsanir á hverjum degi. Ljósi punkturinn ætlar að leggja sitt af mörkum til þess að koma jákvæðninni að í lífum ykkar allra,“ segir Dóra Júlía.

mbl.is