Létu faraldurinn ekki stöðva brúðkaupið

Reilly Jennings og Amanda Wheeler létu útbreiðslu kórónuveirunnar ekki stöðva …
Reilly Jennings og Amanda Wheeler létu útbreiðslu kórónuveirunnar ekki stöðva brúðkaupið en létu pússa sig saman með heldur óvenjulegum hætti fyrir utan blokk í New York. Skjáskot

Ástin er magnað fyrirbæri sem umlykur okkur öll og erfiðar aðstæður þurfa alls ekki að takmarka hana. Þess þá heldur geta erfiðir tímar fengið fólk til þess að sjá hlutina í skýrara ljósi en áður. Þetta hvetur marga til að vera frakkari með tilfinningar sínar.

Hinar ungu og ástföngnu Reilly Jennings og Amanda Wheeler eru heldur betur gott dæmi um þetta. Dömurnar, sem búsettar eru í New York, voru trúlofaðar og vildu ekki bíða í örvæntingu eftir því að fá að giftast hvor annarri vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Vinur þeirra Matt Wilson kom þeim heldur betur til bjargar, en það vildi svo heppilega til að hann er löggiltur vígslumaður og gaf hann þær saman á vægast sagt óhefðbundinn máta.

Wilson býr á fjórðu hæð í íbúðarblokk í Manhattann þar sem athöfnin fór fram en hann hallaði sér einfaldlega út um gluggann til þess að gefa þær saman. Á meðan stóðu þær á gangstéttinni fyrir neðan með nágranna í gluggum allt í kring sem deildu þessari fallegu stund með þeim nýgiftu, þó allir í öruggri fjarlægð frá hjónunum.

Ljós og fallegur punktur á óvissum tímum og ástin getur svo sannarlega breytt dimmu í dagsljós breytt.

Horfðu á myndbandið af óhefðbundnu brúðkaupi  Reilly og Amanda í spilaranum hér að neðan.

 

Dj Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og flytur góðar fréttir reglulega yfir daginn í útvarpinu og á vefnum.

Fylgstu með á K100 og á k100.is

mbl.is