Bohemian Rhapsody: COVID-19 útgáfan

Ólíklegt er að Freddie Mercury hafi haft heimsfaraldur í huga …
Ólíklegt er að Freddie Mercury hafi haft heimsfaraldur í huga þegar hann samdi lag sitt Bohemian Rhapsody. Ljósmynd: Samsett AFP/Wikipedia

Margir listamenn virðast hafa náð að nýta tímann frá því að heimsfaraldur COVID-19 braust út í heiminum til að skapa og skemmta fólki í samkomubanni, sóttkví og einangrun. 

Einn þeirra er Adrian Grimes en hann deildi á dögunum nýrri útgáfu af stórsmellinum Bohemian Rhapsody sem hljómsveitin Queen gerði ódauðlegt á sínum tíma. Er nýja útgáfan, sem kallast „Coronavirus Rhapsody“, eins konar kórónuveiru-útgáfa af laginu með nýjum texta eftir Dana Jay Bein. Milljónir hafa þegar horft á myndbandið og virðast margir tengja vel við textann sem lýsir upplifun einstaklings sem hræðist kórónuveiruna og telur sig smitaðan af COVID-19. 
mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist