Sungu fyrir ömmu sína í samkomubanninu

Dóra Júlía veitti því at­hygli í dag­skrárlið sín­um, Ljósa punkt­in­um, …
Dóra Júlía veitti því at­hygli í dag­skrárlið sín­um, Ljósa punkt­in­um, að íslensku systurnar þær Margrét Ósk, Oddný og Freyja, hafi viljað gera ömmu sinni dagamun í samkomubanninu og ákváðu því að taka upp myndband af sér syngja saman falleg íslensk lög. Ljósmynd: Samsett

Hrós dagsins

Ég má til með að koma með hrós dagsins þar sem ég varð gjörsamlega heilluð þegar ég vaknaði í morgun og rakst á eitt stykki frábært myndband. Systurnar, þær Margrét Ósk, Oddný og Freyja, vildu gera ömmu sinni dagamun og ákváðu því að taka upp myndband af sér syngja þar sem faðir þeirra leikur undir á píanó.

Ætluðu þær upphaflega bara að senda myndbandið til ömmu sinnar en ákváðu svo að birta myndbandið á Facebook og fór það eins og eldur í sinu. Hefur myndbandið af þeim systrum fengið ótal áhorfa og greinilega vakið upp mikla hamingju meðal þeirra heppnu sem hafa horft á.

Sungu þær lögin „Undir þínum áhrifum“ með Sálinni hans Jóns míns og „Með þér“ með Bubba Morthens og radda þær saman á gullfallegan hátt.

Mig langar að nýta tækifærið og þakka þeim kærlega fyrir að hafa gert daginn minn betri með þessum undurfagra söng.

Fríar bækur verða að fríum nauðsynjavörum

Frá árinu 2016 hafa einskonar götubókasöfn sprottið upp víðsvegar um hverfi heimsins, þar sem ungir sem og gamlir gátu nælt sér í ókeypis bækur til lesturs. Voru þessi götubókasöfn sett upp á ótrúlegustu stöðum en eru um 75 þúsund slík bókasöfn skráð um heim allan. Eftir að heimsfaraldurinn hófst spratt upp sú hugmynd að breyta þessum litlu götubókasöfnum í stað þar sem fólk sem tök hefur á getur skilið nauðsynjavörur eftir fyrir þá sem minna mega sín. Með matvörur, klósettpappír og fleiri nauðsynjar í boði getur fólk í neyð gripið með sér það sem það þarfnast á þessum krefjandi tímum.

Væri ekki tilvalið að taka upp á þessu hérna heima? Það veitir manni svo mikla hamingju í hjarta að gefa með sér og enn og aftur sjáum við að margt smátt getur gert eitt stórt. Það að gefa með sér getur gert svo rosalega mikið, bæði fyrir þig og aðra í kring. Góðmennskan er úti um allt og kraftur hennar er ótrúlegur!  

Máttur tónlistarinnar

Það hefur löngum verið talað um mátt tónlistarinnar og hvað hún geti gert góða hluti fyrir sálina. Þegar dagarnir eru langir og erfiðir og allt virðist ómögulegt er oft mikil hjálp í því að setja gott lag á fóninn, hreyfa sig eftir takti tónlistarinnar, syngja með og gleyma sér í stundarkorn. Við erum mjög heppin með gott aðgengi að tónlist heima við og með hjálp ýmissa snjallforrita og internetsins ættu flestallir að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Tónlistarkóngurinn The Weeknd gaf út plötu á dögunum sem ég hef spilað aftur og aftur heima í stofunni og dansað við. Það hefur í fullri alvöru veitt mér ómælda gleði. Enn fremur er söngkonan og popp prinsessan Dua Lipa að gefa út plötu í dag sem ég hlakka alveg ótrúlega mikið til að hlusta á. Ný tónlist er svo sannarlega gleðitíðindi fyrir mig og eflaust marga aðra! Heilræði mitt fyrir daginn í dag er að gefa sér smá tíma um helgina og gleyma sér við takt tónlistarinnar í stofunni heima. Jafnvel reyna að læra texta af lagi sem þú elskar og syngja með því af öllum lífs og sálarkröftum, dansa um og fara á flug í huganum. Það má alveg leyfa sér að gleðjast og hafa smá gaman!

Dj Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um.

Fylgstu með á K100 og á k100.is

 

 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist