Glöddu alzheimersjúkling með fagnaðarlátum

Í Virgo á Spáni dvelur eldri maður að nafni Hermann á spítala. Hermann er með alzheimer og hefur mjög gaman af því að spila á munnhörpu á kvöldin úti á svölum á sjúkrahúsherbergi sínu. Íbúar í kring sameinuðust í því að klappa fyrir starfsfólki spítalans klukkan átta á kvöldin og læknir á deild Hermanns sagði við hann að þau væru öll að klappa fyrir munnhörpuspilinu hans. Þegar nágrannarnir komust að því ákváðu þau öll að hlusta á Hermann spila og klappa fyrir honum, þannig að nú fá þau munnhörputónleika á kvöldin og Hermann fær brjáluð fagnaðarlæti fyrir það að gleðja fólkið í nágrenninu.

Munum að anda djúpt og knúsa okkur sjálf þar sem við megum ekki knúsa aðra í bili. Komum vel fram við okkur, pössum okkur að setja ekki óþarfa pressu á okkur en leggjum okkur samt fram við að láta okkur líða vel. Vonin er alltaf með okkur!

Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan.

View this post on Instagram

A post shared by Good News Movement (@goodnews_movement) on Mar 25, 2020 at 9:25am PDT


Dj Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í útvarp­inu og á vefn­um.

Fylgstu með á K100 og á k100.is

mbl.is