Fleiri ættleiða dýr í faraldrinum

Fleiri en nokkru sinni áður vilja nú ættleiða bæði hunda …
Fleiri en nokkru sinni áður vilja nú ættleiða bæði hunda og ketti í Bandaríkjunum. Ljósmynd: Samsett Unsplash

Á tímum sem þessum leyfir fólk sér gjarnan að berskjalda sig og sýnir sínar einlægu og mannlegu hliðar. Óháð því hver það er eða hvaðan viðkomandi kemur þá vinnum við sem heild og stöndum saman.

Fleiri gefa dýrum heimili

Dýraathvörf í Bandaríkjunum glíma nú við það heppilega vandamál að þau skortir dýr til ættleiðingar. Lengi vel hafa athvörfin tekið að sér heimilislaus dýr og átt í vanda með að finna heimili fyrir þau.

Nú er raunin önnur, fleiri en nokkru sinni áður vilja ættleiða bæði hunda og ketti til að passa upp á og kúra með heima. Það er ótrúlega fallegt að sjá að menn og dýr geti hjálpast að í gegnum þessa erfiðu tíma og undirstrikar það ennfremur þá yndislegu samstöðu sem heimurinn býr yfir.

Fleiri en áður vilja gefa hundum og köttum heimili eftir …
Fleiri en áður vilja gefa hundum og köttum heimili eftir að reglur voru hertar í Bandaríkjunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ljósmynd/Unsplash

Drottning eldar fyrir heilbrigðisstarfsmenn

Drottningin í Malasíu, Tunku Azizah, hefur svo sannarlega sýnt að hún er ekki yfir það hafin að láta til sín taka í hjálpsemi. Hún tók það að sér að elda sjálf fyrir heilbrigðisstarfsmenn heimalands síns og sendir máltíðirnar sem hún hefur útbúið til spítala í Malasíu. Ásamt eldamennskunni deilir hún uppskriftunum sínum á netinu í von um að veita öðrum innblástur í ástandinu.

Aðspurð sagði hún að þetta væri það minnsta sem hún gæti gert fyrir starfsmenn ríkisins sem fórna lífi sínu daglega fyrir okkur hin. Hún sagðist enn fremur taka að ofan fyrir þeim. Vel gert Azizah og ég tek að ofan fyrir þér.

Konungur Malasíu Abdullah Sultan Ahmad Shah og drottningin Tunku Azizah …
Konungur Malasíu Abdullah Sultan Ahmad Shah og drottningin Tunku Azizah Aminah Maimunah Iskandariah sitja hér vð miðju með fleiri valdamönnum Malasíu. AFP

Dj Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og flytur góðar fréttir reglulega yfir daginn í útvarpinu og á vefnum.

Fylgstu með á K100 og á k100.is

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist