Einblínum á jákvæðar fréttir

Dj Dóra Júlía hvetur Íslendinga til að gleyma ekki að …
Dj Dóra Júlía hvetur Íslendinga til að gleyma ekki að lesa jákvæðar fréttir á þessum erfiðu tímum Ljósmynd/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur mælt með því að fólk takmarki nú lestur á fréttum sem valda því kvíða og vanlíðan og að það einblíni á jákvæðar og góðar fréttir sem gefa von. Það er að sjálfsögðu mikilvægt að vera meðvitaður um það sem er að gerast og að hjálpast að við að fylgja þeim reglum sem settar hafa verið en á sama tíma er mikilvægt að við séum meðvituð um hvað við tökum til okkar og hverju við leyfum að hafa áhrif á sál okkar.

Heilræði mitt er að þegar við vöknum á morgun séum við meðvituð um það hvernig við viljum byrja daginn. Mér finnst oft gott að setja ímyndaðan verndarhjúp yfir mig sem ýtir burtu því neikvæða og gerir mér kleift að meðtaka það sem kemur til mín með yfirvegun.

Með því að gera það get ég tekið smá tíma til þess að ákveða hvaða áhrif ég vil að áskoranir dagsins hafi á mig. Yfir morgunkaffinu getum við svo reynt að sækja í eitthvað jákvætt og skemmtilegt, hvort sem það er lestur á einhverju jákvæðu, lag sem lætur okkur líða vel, fyndið myndband eða bara eitthvað annað og sjáum hvernig það getur haft jákvæð áhrif á allan daginn okkar. Ég vona að þið séuð að fara vel með ykkur og ég hugsa hlýtt til ykkar allra.

Dj Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og flytur góðar fréttir reglulega yfir daginn í útvarpinu og á vefnum. Fylgstu með á K100 og á k100.is.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist