Dolly Parton les fyrir börn í sóttkví

Dolly Parton hefur tekið að sér að lesa barnabækur á …
Dolly Parton hefur tekið að sér að lesa barnabækur á Youtube-rás sinni öll fimmtudagskvöld til að auðvelda börnum að takast á við áhrif kórónuveirunnar. Skjáskot

Súperstjarnan og kántrígoðsögnin Dolly Parton hefur ákveðið að vera með upplestur öll fimmtudagskvöld á youtuberás sinni. Sögurnar eru ætlaðar börnum áður en þau fara að sofa og ætlar Dolly að taka upp myndbönd þar sem teiknaðar myndir munu fylgja. Sagði hún það mikinn heiður að fá að deila hæfileikum þeirra rithöfunda og listamanna sem koma að þessu verkefni og að þetta fengi hlustendur til þess að brosa, hlæja og hugsa.

Hún vonar að þetta framtak muni ýta undir ást fólks á bókum og að fjölskyldur geti nýtt sér þetta fyrir góðar sögustundir saman. Sjálf hef ég alltaf verið ótrúlega hrifin af Dolly Parton. Hún er mikill kvenskörungur með dásamlega rödd og ég get ekki beðið eftir að fylgjast með þessu skemmtilega verkefni hjá henni og mögulega fæ ég hana til þess að lesa mig í svefn.

Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra upplestur Dolly Parton á bókinni „Goodnight with Dolly“:

Dj Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og flytur góðar fréttir reglulega yfir daginn í útvarpinu og á vefnum. Fylgstu með á K100 og á k100.is.

mbl.is