Nýfæddir kiðlingar í beinni í Húsdýragarðinum

Hægt er að fylgjast með nýfæddum kiðlingum í Húsdýragarðinum þrátt …
Hægt er að fylgjast með nýfæddum kiðlingum í Húsdýragarðinum þrátt fyrir að garðurinn sé lokaður vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. mbl.is/Styrmir Kári

Kiðlingar komu í heiminn í Húsdýragarðinum í Reykjavík í síðustu viku. Þrátt fyrir að garðurinn hafi verið lokaður vegna útbreiðslu COVID-19 síðan 24. mars býðst dýraáhugafólki að fylgjast með kiðlingunum í beinni útsendingu í hægvarpi á vegum Advania. 

Þrátt fyrir að rólegt sé í garðinum um þessar mundir og engir gestir eru kiðlingarnir fjörugir og má sjá mikinn mun á þeim milli daga samkvæmt upplýsingum frá Advania.

Hægt er að fylgjast með lífi kiðlinganna í spilaranum hér að neðan.

 mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist