Bráðfyndið múrmeldýr ögrar grænmetisbónda

Múrmeldýr geta verið ósvífin en bráðfyndin.
Múrmeldýr geta verið ósvífin en bráðfyndin. Ljósmynd: Morguefile/David P. Whelan

Grænmetisbóndinn Jeff Permar frá Middletown í Delaware ákvað að setja upp myndavél í grænmetisgarði sínum eftir að hann tók eftir því grænmeti var tekið að hverfa úr garðinum. Þegar hann skoðaði upptökuna kom í ljós að óskammfeilið múrmeldýr hafði lagt í vana sinn að heimsækja garðinn og háma í sig grænmetið.

Virtist múrmeldýrið næstum vera að ögra bóndanum viljandi þar sem það starði beint í myndavélina á meðan það át grænmetið. 

Permar ákvað þó að leyfa múrmeldýrinu að halda áfram að éta úr garðinum og deilir nú þess í stað myndbönd af dýrinu sem hafa vakið mikla lukku. 

Sjón er sögu ríkari og hér má því sjá myndband af múrmeldýrinu ósvífna sem deilt var á vef The Dodo sem leggur áherslu á skemmtiefni með dýrum.


 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist