Svona er hægt að minnka líkur á smiti í verslunum

Japanskur verslunareigandi fann frábæra leið til að aðstoða kúnna við …
Japanskur verslunareigandi fann frábæra leið til að aðstoða kúnna við að komast hjá því að þurfa að snerta kælina í verslun hans. Unsplash / Skjáskot af Youtube

Japanskur verslunareigandi ákvað að koma til móts við kúnna sína og reyna að minnka líkur á smiti COVID-19 með því að hanna sérstaka hurðaopnara á kælana í verslun sinni. Japanski fréttamiðillinn ANN News greinir frá þessu í myndbandi sem sýnir tæknina.

Eru hurðaopnararnir þannig hannaðir að einstaklingur þarf ekki að snerta kælinn með höndunum til að opna hurðina heldur getur auðveldlega opnað með fætinum og þannig minnkað líkur á því að smit berist með höndum.

Sagði verslunareigandinn að hann hefði tekið eftir því að kúnnarnir væru í vandræðum með að opna kælana án þess að snerta þá. Vildi hann því finna leið til að auðvelda þeim það og fékk þannig hugmyndina að hurðaopnaranum.

Hægt er að sjá þessa frábæru tækni í myndbandi frá ANN News hér að neðan.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist