Meðalmaður eyðir 34 árum af lífinu fyrir framan skjá

17% þátttakenda í breskri könnun, þar sem tími fólks fyrir …
17% þátttakenda í breskri könnun, þar sem tími fólks fyrir framan skjái var kannaður, sögðust finna fyrir kvíða ef þeir voru of lengi frá símanum. Ljósmynd/Unsplash

Meðalmaðurinn mun eyða um 34 árum af lífi sínu fyrir framan tölvu-, síma- og sjónvarpsskjá, samkvæmt breskri könnun sem gerð var á um 2.000 manns í Bretlandi. 

Samkvæmt könnuninni eyðir meðalmaðurinn meira en 4.866 klukkutímum á ári fyrir framan tæki eins og sjónvarp og tölvuskjá eða snjallsíma. Það þýðir að um það bil 301.733 klukkutímar af meðalævi einstaklings er varið fyrir framan skjá. Greint er frá þessu á fréttavef Independent.

Þátttakendur í könnuninni eyddu allt að þremur og hálfum klukkutíma …
Þátttakendur í könnuninni eyddu allt að þremur og hálfum klukkutíma á dag í sjónvarpsgláp. Ljósmynd/Unsplash

Fólk sem tók þátt í könnuninni eyddi allt að þremur og hálfum klukkutíma á dag í að horfa á sjónvarp, að minnsta kosti fjórum tímum fyrir framan tölvur og um tveimur tímum í snjallsímann. 

Sögðu þátttakendur jafnframt að þeir héldu að minna en helmingi tímans sem þeir eyddu í þessi tæki væri varið í nytsamlega hluti.

Margir eyða vinnudeginum fyrir framan tölvuskjá.
Margir eyða vinnudeginum fyrir framan tölvuskjá. Ljósmynd/Unsplash

Þó tóku 64% þátttakenda fram að þeir myndu ekki vita hvað þeir ættu að gera við þennan tíma ef ekki væri fyrir fyrrnefnd tæki, sérstaklega á tímum heimsfaraldurs þar sem flestir þyrftu að eyða meiri tíma heima hjá sér. 17% sögðust jafnframt finna fyrir kvíða ef þeir voru frá símanum í of langan tíma. 

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist