Atvinnumissir tækifæri fyrir mjög marga

Ingvar Jónsson, markþjálfi og eigandi Profectus.
Ingvar Jónsson, markþjálfi og eigandi Profectus. Ljósmynd/Ásgeir Páll/K100

Ingvar Jónsson markþjálfi mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar og ræddi þar meðal annars um tækifærið sem fólk sem missir vinnuna gefur haft til að elta drauma sína. 

85% óánægð í vinnunni

„Þetta er náttúrulega ömurlegt ástand og ég myndi aldrei sitja hérna í útvarpsviðtali og segja að þetta sé ekkert mál, af því að þetta er mál. En það er samt ekki hægt að loka augunum fyrir því að 85% af þessu fólki, ef við tökum bara rannsóknir Gallup, því fannst ekki gaman í vinnunni áður en það missti vinnunna. Það er stór hópur þarna sem gæti litið á þetta sem tækifæri,“ sagði Ingvar. 

 „Þetta getur verið tækifæri fyrir mjög marga. En það er eitt sem mér finnst vera stóra málið í þessu öllu saman og það er að þegar þú ert að leita að því hvað þig langar í alvöru þá þýðir ekki að leita í litla hringnum með einhverjar skammtímaákvarðanir. Að hafa tímann með sér sem bandamann og sætta sig við það að stórar ákvarðanir taka tíma,“ sagði hann. 

Ingvar staðfesti að hann ætli loks að halda aftur námskeiðið „Sigraðu sjálfan sig“, í fyrsta sinn í tvö ár eftir fjölda fyrirspurna. Námskeiðið verður haldið í Bæjarbíói 2. júní og hægt er að skrá sig á það á Profectus.is.

„Ég lofa því, ég lofa því að fólk verður alla vega skrefi nær í að taka rétta stefnu, það er að segja sína eigin stefnu,“ sagði Ingvar að lokum.

Hlustaðu á allt viðtalið við Ingvar í spilaranum hér að neðan.

 

mbl.is