Bill Murray og Guy Fiery keppa í nachos-gerð

Leikarinn Bill Murray mætir matgæðingnum Guy Fieri í keppni í …
Leikarinn Bill Murray mætir matgæðingnum Guy Fieri í keppni í því hvort gerir betra nachos. Ljósmynd: Samsett Theo Wargo Úr safni

Guy Fieri og Bill Murray ætla seinna í dag að keppa í beinni útsendingu í svokallaðri Nachos keppni. Ætla þeir sem sagt að keppast um hver gerir girnilegra og betra nachos. Keppnin verður sýnd á Facebook síðu Food Network. Þetta hljómar kannski svolítið undarlega, en þátturinn verður fjáröflun til að styðja við veitingastaði og starfsfólk sem eiga erfitt uppdráttar í covid-ástandinu. Fieri er veitingastaða-mógúll og hefur hingað til safnað yfir 22 milljónum dollara, sem nemur rúmum 3 milljörðum íslenskra króna, til þess að styðja við veitingabransann á þessum krefjandi tímum.

Murray er ástsæll leikari og verður því án efa skemmtilegt að fylgjast með þessu. Dómarar nachos-keppninnar eru ekki af verri endanum en NBA súperstjarnan Shaquille O’Neil og leikarinn Terry Crews, sem er gjarnan þekktur fyrir leik sinn í þáttunum Brooklyn 99, verða þarna til þess að skera úr um hvor rétturinn er betri. Þykir mér þetta svo frábær leið til þess að slá á létta strengi, fá fólk heima við til þess að hlæja og í leiðinni leggja hönd á plóg og safna pening fyrir gott málefni.

Persónulega hlakka ég mikið til að fá hugmyndir af því hvernig nachos ég ætla að skella í um helgina!

Hægt verður að fylgjast með nachos-keppni Murrays og Fieri á facebook-síðu sjónvarpsstöðvarinnar Food Network í kvöld kl. 21:00 í beinni útsendingu.

DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um.

mbl.is